Skírnir - 01.01.1966, Síða 88
86
Björn K. Þórólfsson
Skírnir
þögn við því, sem fram fór í endurskoðunarmálinu á Alþingi
1881, hafi Alþingi 1883 haldið sömu stefnunni, byggt enn
á grundvelli stjórnarskrárinnar 1874, boðið enn hendina
fram til samkomulags eins og þingið hafði gert 1873.
Steinþögn sem fyrri, þangað til landshöfðingi flutti þing-
inu yfirlýsingu stjórnarinnar, „sem dæmir stjórnarskrána,
eins og hún er að bókstaf og framkvæmdinni, blátt og beint
áfram, án nokkurrar rannsóknar um málið sjálft eða rök-
semdaleiðslu, góða og gilda að öllu leyti og tilkynnir Alþingi,
að eigi sé til neins að hugsa til neinna breytinga á henni.“
Benedikt sagði, að happasælla og sæmilegra hefði verið, að
stjórnin hefði í síðasta lagi á þessu þingi gert eitt af þrennu:
Lagt fyrir þingið frumvarp til endurskoðaðra stjómarskipun-
arlaga fyrir Island, þó að það aldrei nema hefði verið lagað
eftir skoðunum hennar að mestu, eða þá að ráðgjafinn hefði
sjálfur mætt á þinginu til að sannfæra þingmenn um gæði
og gallaleysi stjórnarskrárinnar 1874, eða þá í þriðja lagi að
stjórnin hefði gefið landshöfðingjanum sem óbundnast umboð
til að semja við þingið. Taldi Benedikt mjög óheppilegt, að
hún skyldi eigi hafa gefið landshöfðingjanum neitt hið minnsta
umboð í þessa átt, þeim manni, sem bæði stjórn og þing gæti
borið fullkomið traust til í þessu efni. Þessi hinn sami maður
hefði séð það eigi síður en aðrir á Alþingi 1873, að þingið
slakaði til við stjórnina aðeins til þess að fá nokkuð í staðinn
fyrir ekki neitt, eins og sjá mætti af orðum hans á því þingi,
sem Benedikt hafði yfir og sagði: „Þetta er vel mælt, þó fyr-
ir löngu sé“.
Þó kveðst Benedikt að líkindum eigi mundu hafa talað þau
orð, er nú talaði hann, ef varatillaga Alþingis 1873 væri ekki
óefnd enn í öðru atriði „engu miður umvarðandi“ en endur-
skoðun stjómarskrárinnar. Hann benti á það atriði varatil-
lögunnar, að fyrir Islands mál skyldi skipaður sérstakur ráð-
gjafi með ábyrgð á stjórnarstörfum sínum fyrir Alþingi. Þetta
væri nú alveg öfugt, þar sem ráðgjafi Islands væri danskur
ráðgjafi, aðeins að nafninu til ráðgjafi Islands, sem enga
ábyrgð hefði fyrir Alþingi. Hann sæti í ríkisráði Dana og
væri engin trygging né vissa fyrir því, að hann gæti þar kom-