Skírnir - 01.01.1966, Síða 89
Skírnir
Þingvallafundur 1885 og benediskan
87
ið sínum vilja fram. „Það er þessi drómi“, segir Benedikt,
5-þetta sambland á hinum sérstaklegu stjórnarmálefnum Is-
lands og á hinum almennu og sérstaklegu stjómarmálefnum
Danmerkur, sem veldur hinu vonda meini á stjórnarhög-
um lands vors“. Þessu meini, „sem ávallt hlæðir úr“, kennir
hann staðfestingarsynjanirnar, sem æ ofan í æ sé beitt gegn
lögum, sem fulltrúar þjóðarinnar hafi eftir bezta viti og vilja
íhugað, rætt og lagt samþykki sitt á.
Þó telur Benedikt veðurmerki benda til versnandi ástands,
þar sem danskur maður, sem liklega skilji ekki íslenzku, sé
nú tekinn inn í hina íslenzku stjórnardeild í stað Oddgeirs
Stephensens.1)
Benedikt telur, að með þessum hætti geri stjórnin oss
ómögulegt að byggja lengur á varatillögu Alþingis 1873. Það
sé stjóminni að kenna og á hennar ábyrgð, að grundvöllur
þessarar varatillögu hafi reynzt svo háll og viðsjáll, að þjóðin
vilji ekki byggja á honum lengur. Islendingar hafi sannar-
lega ekki brotið af sér gagnvart stjórninni rétt sinn til sjálf-
stjórnar í hinum sérstaklegu málefnum landsins. Síðan vér
fengum stjórnarskrána hafi þingið sýnt stjórninni alla til-
hliðrunarsemi. fslendingar hafi kunnað vel að fara með það
litla þjóðfrelsi, sem þeim var veitt með stjórnarskránni 1874,
og leitazt við að vinna að framförum lands og þjóðar af ýtr-
asta megni, en það hafi ekki reynzt einhlítt, þar sem þingið
hafi svo sára litlu meira að segja hjá stjórninni, en það væri
aðeins ráðgefandi. Þess vegna geti þingið ekki lengur staðið
eða staðizt á þessum grundvelli.
Benedikt telur fullra 10 ára reynslu af því, hve ráðgjafa-
stjórnin í Danmörku hafi verið óheppin, hve henni hafi mis-
tekizt að gera íslendinga ánægða með stjórnarskrána 5. jan.
1874, eiga að knýja oss til að halda fram landsréttindum vor-
um á fastari grundvelli, sem samboðinn sé eðlilegum stjórnar-
skipunarlögum lands vors, og segir: „En eftir að ég nú hefi
gefið ástæðu, sanna og knýjandi ástæðu fyrir því, hvers vegna
nefndin hefir vikið frá varauppástungunni, en ræður til að
1) Hér er átt við Hilmar Stephensen, sem varð forseti íslenzku stjóm-
ardeildarinnar í Kaupmannahöfn eftir lát Oddgeirs frænda síns 1885.