Skírnir - 01.01.1966, Blaðsíða 90
88
Björn K. Þórólfsson
Skírnir
halla sér að aðaluppástungunni 1873, með öðrum orðum, ræð-
ur til að hér verði skipaður landstjóri með ráðgjöfum, sem
hafi fullkomna ábyrgð á stjórnarstörfunum fyrir Alþingi, þá
geng ég að því vakandi, að nefndinni muni mæta ýmsar mót-
bárur og spurningar og það úr ýmsum áttum“. 1 fyrsta lagi
telur hann, að muni verða spurt, hvort þetta stjórnafyrir-
komulag fullnægi hinum sönnu þjóðarþörfum Islendinga.
Svar: Þetta stjórnarfyrirkomulag og ekkert annað, sem um
getur verið að ræða. Þessu til sönnunar bendir Benedikt á
fjarlægð Islands frá Danmörku og landsháttu alla, þjóðerni,
tungu og þjóðarmeðvitund fslendinga. Biður menn að rann-
saka ræður og rit ágætismanna þjóðarinnar, síðan dagsbrún
frelsisins fór aftur að bregða fyrir á fslandi, lesa tíðindi allra
Alþinga og skyggnast loksins inn í hug og hjarta hvers viti
borins manns á íslandi. Telur, að sérhvert eitt af þessu og
allt til samans muni sanna mál sitt og muni menn sjá þess
óræk vitni, að ekki einungis hinir þjóðkjörnu þingmenn, held-
ur og hinir konungkjörnu hafi játað, að aðeins sönn og veru-
leg innlend stjórn geti „stofnsett þjóðlegar framfarir meðal
vor“.
í öðru lagi telur Benedikt, að búast megi við þeirri spurn-
ingu: Getur hið fátæka ísland staðizt kostnaðinn af þeirri
stjórn, sem hér ræðir um? Er hún ekki of dýr fyrir land vort?
Svar: „Það getur verið, að stórauðug þjóð geti um tíma risið
undir eður staðið straum af óhentugri, erlendri, seinfærri,
óþjóðlegri og starflítilli stjórn, en alls eigi til lengdar; en hitt
er víst og vafalaust, að innlend, frjáls, starfsöm og þjóðleg
stjórn er sönn uppspretta auðæfanna, og að aftur á móti er-
lend, óþjóðleg, ófrjálsleg, óhagkvæm og framkvæmdarlítil
stjórn er hyldýpisbrunnur fátæktar, örbirgðar og volæðis, og
má ég spyrja: Mundi ég geta nefnt betra dæmi, ómótmælan-
legra dæmi upp á þennan sannleika en einmitt sjálft ísland?“
Benedikt býst við því, að auk þessara spurninga, sem snúi
inn á við að oss íslendingum sjálfum, muni þær hliðar máls-
ins, er út á við snúi, engu síður valda spurningum. Verði þá
þriðja spurningin um það, hvort ekki muni koma fram mót-
spyrna frá Dönum og hinu almenna löggjafarvaldi í Dan-