Skírnir - 01.01.1966, Side 91
Skímir
Þingvallafundur 1885 og benediskan
89
mörku. Þessari spurningu neitar hann með þeim rökum, að
hér sé ekki um önnur mál að tala en þau, sem eftir stöðulög-
unum 2. jan. 1871 séu sérstakleg málefni Islands, þau hin
sömu mál, sem Danir hafi sjálfir ákveðið og hið almenna
löggjafarvald viðurkennt, að skuli vera sérstök landsmálefni
vor. Þeirri staðhæfingu til stuðnings, að óþarft væri að tor-
tryggja Dani um það, að þeir vildu unna oss fullkomins
stjórnfrelsis í sérmálum vorum, las hann upp niðurstöðu-
atriði ritgerðar eftir merkan danskan stjórnmálamann, þar
sem í raun og veru var stungið upp á sömu skipun á stjórn
islenzkra sérmála, sem fram á var farið i frumvarpi því, sem
Benedikt hafði nú framsögu fyrir.1)
Loks gerir Benedikt ráð fyrir fjórðu spurningunni, sem
hann telur „máske mest umvarðandi“ og segir, að menn þurfi
að gera sér ljósa: Gengur þessi breyting á stjórnarskránni
1874 ekki svo nærri forréttindum konungs, að hann geti ekki
staðfest þá stjórnarskrá, sem hér er farið fram á? En Bene-
dikt segir: Það, sem konungurinn lætur landstjórann gera,
það gerir hann sjálfur. Segir, að drottning Engla telji ekki of
nærri höggvið sínum forréttindum, þótt hún nefni, eigi að-
eins í hinum stærri nýlendmn, heldur einnig í smáfylkjun-
um í þessum nýlendum, landstjóra, sem staðfesti lögin í
hennar nafni og umboði. Annað mál sé, hvort konungur vilji
veita Islandi þessa náðargjöf. En Benedikt kveðst skulu vera
síðastur manna til að efast um það, að Kristján níundi, sem
hafi sannað í verkinu, að Islendingar séu eigi hans olnboga-
börn, vilji veita íslandi sérhvað það, sem svo ómótmælanlega
sem þetta efli frelsi þess og hagsæld og engu síður vegsemd
hans sjálfs.
I lok ræðu sinnar minntist Benedikt á afnám konungkjör-
inna þingnmanna. Persónulega kvaðst hann eigi telja þetta
verulegt atriði, en ekki sjá, að neitt væri í hættunni, þar sem
1) Þessi ritgerð birtist í danska stórblaðinu Berlingske Tidende 1870,
og var höfundur hennar D. G. Monrad, sem verið hafði biskup og ráð-
herra í Danmörku og í ráðherradómi sínum hlynntur Islendingum. Út-
drættir úr greininni í Berlingske Tidende eru í Nýjum félagsritum 27. árg.
bls. 180—86 og bók Páls Eggerts Ölasonar: Jón Sigurðsson 5. bd. bls. 50
—55.