Skírnir - 01.01.1966, Qupperneq 92
90
Björn K. Þórólfsson
Skírnir
nefndin hafi sett í staðinn fyrir konungskosningar tvöfaldar
kosningar til efri deildar og bundið kjörgengið sérstaklega við
35 ára aldur, svo trygging ætti að vera fyrir því, að rosknir
og ráðnir menn yrðu valdir til deildarinnar meðal beztu
manna landsins. Hann játaði, að gallar gætu verið á frum-
varpi nefndarinnar og bjóst við breytingum á því, en skor-
aði á þingmenn að standa bjargfast á grundvelli þess.
Landshöfðingi neitaði því, að yfirlýsing stjórnarinnar, sem
hann flutti þinginu, hefði verið ótímabær. Sú yfirlýsing sagði
hann, að einmitt hefði komið á réttum tíma, svo að þingið vissi,
hvers það mætti vænta frá stjórninni. Neitaði því, að í vara-
tillögu Alþingis 1873 væri nokkurt skilyrði, heldur væri þar
ósk eða bending, „sem gat haft þá þýðing, að stjórnin hefði
lagt frumvarp fyrir hið fjórða löggefandi þing, ef reynslan
hefði verið búin að sýna, að breytingar á stjórnarskránni
væru nauðsynlegar. En stjórninni virðist, að reynslan hafi
sýnt, að engar slíkar breytingar væru nauðsynlegar, og því
sé ekki ástæða til að fara fram á þær“. Landshöfðingi telur,
að margir fleiri muni vera á sömu skoðun, ef til vill séu líka
margir á sömu skoðun og Benedikt Sveinsson, en engin al-
menn ósk hafi komið fram um stjórnarskrárbreytingar. Kom-
ið hafi fram andstæð skoðun, og í sjálfri stjómarskrárnefnd-
inni sé ágreiningur. Minnihlutinn telji ekki stjórnarskrár-
breytingar meirihlutans nauðsynlegar, en fari fram á aðrar
breytingar. Annað mál sé, hvort það, sem minnihlutinn fari
fram á, sé mögulegt í framkvæmd, en ef það sé mögulegt,
þurfi ekki til þess neina stjórnarskrárbreytingu. Landshöfð-
ingi taldi frumvarp nefndarinnar ganga miklu lengra en
stjórnarskrárfrumvarp Alþingis 1873. Eftir frumvarpinu frá
1873 hefði jarlinn átt að vera umbcðsmaður konungs, það
væri landstjórinn eftir þessu frumvarpi að vísu í orði kveðnu,
en naumast í raun og veru. Eftir frumvarpinu 1873 hafi
þurft undirskrift jarls eða konungs, til þess að lögin næðu
gildi, þar sé, segir landshöfðingi, gengið út frá því sem reglu,
að konungur staðfesti lögin, en geti stundum falið jarlinum
að gera það. Hér sé þessu öðruvísi varið, enga aðra staðfest-
ing þurfi en undirskrift landstjóra, hann geti upp á sitt ein-