Skírnir - 01.01.1966, Side 93
Skírnir
Þingvallafundur 1885 og benediskan
91
dæxni hafnað lögunum, hafi algert en ekki einu sinni frest-
andi neitunarvald, framkvæmdarstjórn öll sé í hans höndum.
Hafi frumvarpið 1873 ekki þótt aðgengilegt, sé þetta frum-
varp það miklu síður. Landshöfðingi játaði, að þingið hefði
síðan 1874 sýnt lempni og lipurleik í samvinnu við stjórn-
ina, en taldi ekki rétt að nefna þetta tilslökun af þingsins
hálfu, eins og Benedikt Sveinsson hefði komizt að orði, því
að stjórnin og þingið hefði ávallt stefnt að sama marki og
miði í öllum aðalatriðum. Stjórnin hefði fylgt því einu fram,
sem hún hefði álitið landinu fyrir beztu, og það hefði þingið
sjálfsagt gert líka. Ómögulegt væri að segja, hvort þetta frum-
varp mundi fullnægja betur þörfum landsins en gildandi
stjórnarskrá. Telur, að reynslan sýni ekki, að þessara breyt-
inga sé þörf, til þess að landið geti tekið þeim framförum,
sem annars séu mögulegar. Þeirri spurningu, hvort ekki væri
með þessu frumvarpi gengið of nærri rétti konungs, svarar
landshöfðingi þannig, að þar sem þetta frumvarp sé allt ann-
að og meira en boðið hafi verið af hendi konungs og gangi
miklu lengra en nokkurt fyrri frumvarpa í þessu máli, megi
álykta, að þetta vilji konungur ekki veita. Landshöfðingi sagði,
að stjórnarskipunarlög ættu að standa svo föst, að ekki væri
alltaf verið að breyta þeim og losa þannig um þann grund-
völl, sem stjórn og löggjöf landsins byggðist á. Þó að menn
kynnu að finna einhver atriði, sem þeim þætti ákjósanlegt
að breyta, en engin aðalatriði væru, ætti heldur að hlíta því,
sem væri, en hreyfa við stjórnarskránni. Stjórnarfyrirkomu-
lag áþekkt því, sem eigi sér stað í enskum nýlendum, geti
því aðeins verið hér til fyrirmyndar eða komið hér til greina,
að hér sé likt ástatt og þar, en landshöfðingi telur sig vanta
kunnugleik til að staðhæfa neitt um þetta.
Halldór Kr. Friðriksson talaði fyrir minnihluta nefndar-
áliti sinu og andmælti frumvarpi meirihluta nefndarinnar
að miklu leyti með sömu rökum og landshöfðingi. Halldór
taldi Benedikt Sveinsson heimta of mikið af stjórninni, þegar
hann ámælti henni fyrir að hafa ekki skipt sér af stjórnar-
skrárfrumvörpum, sem þingin 1881 og 1883 höfðu haft til
meðferðar, en hvorki voru samþykkt af báðum deildum né