Skírnir - 01.01.1966, Side 95
Skímir
Þingvallafundur 1885 og benediskan
93
nefndarfrumvarpinu talaði auk Halldórs Kr. Friðrikssonar
síra Arnljótur Ölafsson.
Einkum var deilt um grundvöll frumvarpsins, kröfuna um
landstjóra, sérstaklega hvort ekki væri gengið of nærri for-
réttindum konungs, ef landstjóri fengi svo mikil völd sem
honum væru ætluð í frumvarpinu, og kom þá til greina sam-
anburður við völd landstjóra í nýlendum Breta. Um þetta
urðu nokkur orðaskipti milli Jóns Ölafssonar og síra Arnljóts
Ölafssonar. Hélt Arnljótur því fram, að í nýlendum Breta,
jafnvel í hinu auðuga og fjölmenna Kanada, væri konungs-
valdinu haldið óskertu í stjómarskránum, en svo væri eigi
eftir nefndarfrumvarpinu. Landstjórar í nýlendum Breta
hefðu að vísu vald til að staðfesta lög, en þau væm send
heim til Englands eigi að síður og þau féllu úr gildi, ef Engla-
stjórn vildi eigi láta þau standa. Þar að auki hefði parla-
mentið á Englandi þann rétt að aftaka með lagahoði sér-
hverja þá stjórnarskrá í nýlendunum, er gefin hefði verið
með atkvæði þess og samkvæði. Til samanburðar telur síra
Arnljótur upp þau réttindi, sem konungi séu ætluð samkvæmt
frumvarpi nefndarinnar: rétt til að vinna eið að stjórnar-
skránni, rétt til að vera ábyrgðarlaus, rétt til að vera heilagur
og friðhelgur á Islandi, sem Arnljótur taldi mikið gleðilegt
fyrir konunginn, sér í lagi ef hann hefði eigi vitað það fyrr,
þa vissi hann það nú. Einnig átti konungur að hafa rétt til
að náða menn og veita uppgjöf á sökum og rétt til að sam-
þykkja stjórnarskrárbreytingar. önnur réttindi kvað Arn-
ljótur konung ekki eiga að hafa eftir frumvarpinu, nema
heimildina að skipa hér landstjóra og búa til handa honum
afsalsbréf á öllu konungsvaldi sínu eitt skipti fyrir öll. „Er
nokkurs staðar í heimi önnur eins stjórnarskrá og þessi?“,
spyr Arnljótur. Jón Ólafsson neitaði því, að stjórnin á Eng-
landi eða nýlendumálaráðgjafi hennar hefði vald til að fella
úr gildi lög, sem landstjórar nýlendnanna hefðu staðfest,
sagði, að parlamentið hefði að vísu vald til þess, en því valdi
mundi aldrei hafa verið beitt, síðan Bandaríkin gengu undan,
kvaðst þó ekki þora að fullyrða það alveg. „Englar eiga sjálf-