Skírnir - 01.01.1966, Page 96
94
Björn K. Þórólfsson
Skírnir
ir varla neina ritaða stjórnarskrá, er svo megi kalla“, sagði
Jón, en taldi, að bæði á Englandi og í nýlendunum gilti, auk
hinnar rituðu stjórnarskrár, venjan sem lög. Þeirra stjórnar-
skrá væri mestmegnis venjuréttur, og kvaðst Jón svara með
jái þeirri spurningu síra Arnljóts, hvort til væru lög lík þessu
stjórnarskrárfrumvarpi, enda þótt þau væru ekki skrifuð.
Arnljótur Ólafsson var allra þingmanna íhaldssamastur í
stjórnarskrármálinu. Hann virðist ekki telja nauðsynlegt að
auka innlent vald frekar en svo að veita með einföldum lög-
um og skilmáliun, sem fylgja mundu einstökum fjárveiting-
um, landshöfðingjanum úrskurðarvald, þar sem skjótra úr-
ræða þyrfti við eða í smámálum, þar sem úrlausn væri kom-
in undir staðarþekkingu. Svo er að sjá sem Arnljótur kæri
sig ekki um sérstakan ráðgjafa fyrir Island, þó að hann tali
ekki beinlinis á móti tillögum Halldórs Kr. Friðrikssonar um
það efni. Arnljótur finnur flest til foráttu frumvarpi meiri-
hluta stjórnarskrárnefndar og rökstuðningi fylgismanna þess.
Hann þóttist ekki vita, hver væru hin óskertu landsréttindi,
sem varatillaga Alþingis 1873 talaði um, „hvort það voru þau
landsréttindi, sem voru hér í landi áður en vér fengum stjórn-
arskrá vora, í mótsetningu við þau skertu landsréttindi, sem
vér fengum með og í stjórnarskránni“. Þó að hann teldi mjög
nærri höggvið forréttindum konungs með þessu frumvarpi,
ef það yrði að stjórnarskrá, taldi hann ekki fyllilega tryggt,
að vald landstjórans yrði svo mikið í framkvæmd, sem fylgis-
menn frumvarpsins ætluðu. Konungur mundi ekki sleppa svo
öllu staðfestingarvaldi sínu við landstjórann að binda hann
hvergi við borð. Landstjóri gæti fengið á bak við stjórnar-
skrána þannig lagað erindisbréf, að hann yrði í rauninni eins
háður ráðuneyti konungs og landshöfðingi væri. Arnljótur
gerir lítið úr þjóðviljanum í blöðunum, sem hann nefndi svo.
Áhuginn hjá „þjóðliðinu“ sagði hann, að ekki mundi vera
neitt smáræði, en kunnugur maður hefði sagt sér, að í því
mundi vera allt að 500 manns að með töldum karlægum kerl-
ingum og hvítvoðungum.
Jón Sigurðsson sagði, að áhugi alþýðu á stjórnarskrármál-
inu væri mikill og færi vaxandi. Minnti á Þingvallafundinn