Skírnir - 01.01.1966, Side 97
Skirnir
Þingvallafundur 1885 og benediskan
95
og sagði, að ályktanir hans mundu vera þingmönnum kunn-
ar, en þar hefðu ekki verið nema örfáir þjóðliðsmenn.
Holger Clausen sagði, að öll von væri til þess, að vér vild-
um hafa íslenzka menn í þau embætti, er næst stæðu kon-
ungi, því að þeir þekktu bezt til landsins. Það væri ekki nóg
að þekkja lög landsins og hin skrásettu lagaboð, eins og það
væri ekki nóg til að þekkja Grænland að þekkja lög þess.
En það ástand, sem nú væri í Danmörku, hefði máske Shake-
speare séð í anda langt fram í tímann, þegar hann sagði:
h is something rotten in the state of Denmark (í Danaveldi
er ekki allt með felldu)
Svo sem vænta mátti bar þjóðhetju vora, Jón forseta Sig-
urðsson, á góma í þessum umræðum. Síra Jón Jónsson minnti
Halldór Kr. Friðriksson á, að hann mundi telja sér það heið-
ur að hafa verið talinn einn af fylgismönnum Jóns. Halldór
svaraði, að hann hefði þekkt skoðanir Jóns Sigurðssonar og
kvaðst lýsa yfir því, að hann hefði aldrei ætlað sér að ganga
lengra í kröfum en þjóðfundurinn 1851, en í frumvarpi þess
fundar hefði ekki verið fram á það farið að svipta konung
öllu valdi til að staðfesta lög, veita embætti o. s. frv. eins og
gert væri í því stjórnarskrárfrumvarpi, sem nú lægi fyrir
þinginu. „Hann (Jón Sigurðsson) ætlaði sér ekki fyrst um
sinn að hrófla við stjórnarskránni, þó að honum hefði enzt
aldur til“, sagði Halldór enn fremur.
Stjórnarskrármálið kom til annarrar umræðu í neðri deild
29. júlí. Nefndin eða meirihluti hennar hafði gert nokkurar
breytingar á frumvarpi sínu, og voru þær helztar, að í þær
greinar þess, sem fjölluðu um staðfestingu laga, veitingu emb-
®tta o. fl. var nú sett: konungur eða landstjóri, þar sem upp-
haflega var nefndur landstjóri einn. 1 framsöguræðu sinni
sagði Benedikt Sveinsson, að þessar breytingar væru að mestu
leyti fram komnar af tilhliðrunarsemi við landshöfðingja, en
þasr væru alveg samkvæmar þeirri grundvallarstefnu og aðal-
hugsun nefndarinnar, að konungur léti landstjóra framkvæma
vald sitt á Islandi fyrir sakir fjarlægðar landsins frá aðseturs-
stað konungs. Þrátt fyrir þær breytingar, sem nú var getið,
var í sumum greinum frumvarpsins eftir sem áður nefndur