Skírnir - 01.01.1966, Síða 98
96
Björn K. Þórólfsson
Skímir
landstjóri einn saman, þó að um væri að ræða vald, sem eftir
gildandi stjórnarskrá bar undir konung. T. d. átti landstjóri
eins og í hinu upphaflega frumvarpi að hafa vald til að
rjúfa Alþingi, án þess að konungs væri þar við getið. Sama
máli gegndi um vald til að skipa ráðgjafa og víkja þeim frá.
Ákæruvald gegn þeim átti landstjóri og neðri deild Alþingis
að hafa.
Landshöfðingi taldi það breytingu til bóta, að konungs
væri meir getið en í fyrra frumvarpi nefndarinnar. Nú væri
þó ekki einungis gert ráð fyrir því, að hann gæfi út afsals-
bréf fyrir flestöllum réttindum sínum til landstjórans, held-
ur og hinu, að konungur kynni stundum að undirskrifa lög
þingsins. Reyndar væri óákveðið, hvenær það skyldi vera,
en líklega svo til ætlazt, að ákveðið skyldi í erindisbréfi land-
stjórans, í hverjum tilfellum það væri nauðsynlegt. Þó taldi
landshöfðingi, að í þessu frumvarpi væri farið fram á svo
mikla röskun á því stjórnarfyrirkomulagi, sem sett væri með
stjórnarskránni 1874 og grundvelli hennar svo brevtt, að
stjórnin mundi alls ekki geta gengið að slíku frumvarpi.
Benedikt Sveinsson játaði, að þetta frumvarp væri byggt
á allt öðrum grundvelli en gildandi stjórnarskrá, einkum ef
litið væri til þess, hvernig stjórnin í reyndinni færi fram, en
munurinn vrði miklu minni, ef stjórnarskránni væri fylgt
eftir fyrstu undirstöðuákvæðum hennar.
Arnljótur Ólafsson sagði, að nefndin ætti sannarlega þakk-
ir skilið fyrir það, að hún hefði gert sér far um að laga sig
eftir ýmsum skoðunum utan þings og innan. Hún hefði
nálgazt skoðanir hægri hluta þingsins með því að setja kon-
ung víða inn i frumvarpið og það jafnvel á undan land-
stjóranum. En Arnljótur kvaðst ekki vita, hversu trú nefndin
væri þeim þjóðvilja, sem komið hefði fram á Þingvallafundi
og öðrum „frjálsum fundum“ (gæsalappir eftir Alþingistíð-
indum). Þó að Arnljótur þakki nefndinni í orði kveðnu breyt-
ingar hennar á frumvarpinu, er auðséð af ræðu hans, að
hann telur þær ekki mikils virði.
Eins og vera ber í annarri umræðu var nú fjallað um ein-
stök atriði málsins. Arnljótur tók sér fyrir hendur að meta