Skírnir - 01.01.1966, Page 99
Skirnir
Þingvallafundur 1885 og benediskan
9 7
einstaka kosti frumvarpsins, eins og hann komst að orði.
Nefndin mundi telja það mikinn kost, að frumvarpið tæki
upp stöðulögin 2. jan. 1871 um hina sérstaklegu stöðu Islands
i ríkinu, en með þessu á hann einkum við upptalningu sér-
málanna, sem tekin var upp í frumvarpið úr þriðju grein
stöðulaganna. Arnljótur sagði, að háskólakennari í Kaup-
Mannahöfn mundi hafa hreyft því, að stjórnin eða ríkis-
þingið gæti af tekið stöðulögin.1) Væri nú slík kenning rétt,
þá væri upptaka stöðulaganna í frumvarpið mikill kostur, en
Arnljótur kvaðst ekki telja þetta neinn verulegan kost, þar
sem hann áliti, að ríkisþingið gæti ekki afnumið stöðulögin.
Að vísu gæti ríkisþingið með samþykki konungs breytt öll-
um lögum, sem löggjafarvaldið í Danmörku hefði gefið, og
þá stöðulögunum, sem sett væru af því löggjafarvaldi. En hér
væri hængur á. Stjórnarskrá vora hefði konungur gefið oss af
einveldi sínu, og fyrir þá sök gæti ríkisþingið ekki hreyft við
henni. Þær greinar stöðulaganna, sem í henni væri til vitn-
að, svo sem væri um þriðju grein þeirra, væru komnar inn
í stjórnarskrána fyrir tilvitnanir hennar til stöðulaganna.
Þeim greinum stöðulaganna gæti rikisþingið því ekki hreytt
án þess um leið að breyta stjórnarskrá vorri, sem það hvorki
gæti gert né gæti viljað gera. Og þótt nú ríkisþingið færi
fram á að breyta stöðulögunum, mundi konungur aldrei sam-
þykkja þá breytingu. Arnljótur rökstuddi þessa lögskýringu
með því að vitna í „ensku löggjafarregluna“, sem hann svo
nefndi. Sagði hann, að samkvæmt þeirri reglu gæti parla-
mentið ekki hreyft við þeim stjórnarskrám, sem konungar
Englendinga hefðu gefið nýlendum sínum, og tók til dæmis
þær stjórnarskrár, sem Karl annar Englakonungur hefði gef-
ið mörgum af Vestureyjum.
Þá ræddi Arnljótur annan kost frumvarpsins. sem líklega
ætti að vera aðalkostur þess fram yfir gildandi stjórnarskrá,
að gera stjórnina sem mest innlenda. Þetta játaði hann, að
!) Hér mun átt við Henning Matzen 1840—1910, sem var prófessor
við Kaupmannahafnar háskóla frá 1870 til æviloka og frægur lærdóms-
maður í lögfræði, einkum þjóðarétti. Hann var einnig stjómmálamaður
og stóð framarlega í flokki hægrimanna.
7