Skírnir - 01.01.1966, Page 100
98
Björn K. Þórólfsson
Skírnir
frumvarpið gerði, en annað mál væri, hversu hentuglega og
hönduglega þessari innlendu stjórn væri fyrir komið í frum-
varpsbreytingunni. Aðalreglan eða aðalhugsunin í þeim breyt-
ingum, sem nú væri stungið upp á að gera á frumvarpinu,
væri sú, að „konungur eða landstjóri“ ætti að gera flest af
því, sem landstjóri einn átti að gera eftir frumvarpinu
óbreyttu. Sumt ætti samt landstjóri einn að gera. T. d. gæti
hann en ekki konungur kært ráðgjafana fyrir embættisrekstur
þeirra. Af þessu hlyti að leiða, að það yrði landstjórinn einn,
sem kysi ráðgjafana og viki þeim frá. Þannig væri staðfest
mikið djúp milli konungs og ráðgjafanna, þeir væru „hengd-
ir aðeins aftan í landstjórann“. Landstjóri en ekki konung-
ur, ætti að geta kært ráðgjafana, en þó væri það undirskrift
konungs eða landstjóra og eins eða fleiri af ráðgjöfunum,
sem ætti að veita lögum og ályktunum þingsins gildi. Arn-
ljótur taldi, að „einhver ósamrýmileg ósamkvæmni og frá-
brugðning frá allri landstjórnarreglu“ lægi í þessu, að land-
stjóri væri settur við hlið konungs að virðingu, „en ráðgjaf-
arnir þó gersamlega aðskildir frá konunginum“. Síðan nefndi
Arnljótur ýmsar greinar frumvarpsins, þar sem konungs var
ekki getið, en landstjóra ætlað konungsvald í þeim efnum,
sem þær fjölluðu um. Hann taldi frumvarpið ganga svo langt
í skilnaðarátt frá Danmörku, að ef það yrði að lögum, væri
rétt að orði komizt, ef talað væri um konungsríkið Danmörku
og konungsríkið Island.
Nokkur orðaskipti urðu út af þeirri staðhæfingu Arnljóts
Ólafssonar, að óþarft væri að taka upp í stjórnarskrá upp-
talningu stöðulaganna á sérmálum Islands, þar sem ríkisþing
Dana gæti ekki breytt þeim greinum stöðulaganna, sem til
væri vitnað í stjórnarskránni 1874. Halldór Kr. Friðriksson
fylgdi lögskýringu Arnljóts, en Benedikt Sveinsson og Jón
Ólafsson töluðu gegn henni. Benedikt sagði, að stjórnarskráin
vitnaði til stöðulaganna einmitt sem heimildar og undirstöðu.
Hið almenna löggjafarvald í Danmörku gæti breytt stöðulög-
unum. Mótmæli vor gegn því mundu verða jafn árangurs-
laus og gegn stöðulögunum sjálfum, og þannig gæti stjórnar-
skráin þar af leiðandi fallið burt.