Skírnir - 01.01.1966, Síða 101
Skírnir
Þingvallafundur 1885 og benediskan
99
Svo sem vænta mátti snerust ræður þingmanna að nokk-
uru leyti um þann kostnað, er sú stjórnarskipun, sem farið
var fram á í frumvarpi meirihluta stjórnarskrárnefndar,
tnundi hafa í för með sér. Þeir, sem hæst reiknuðu, gerðu
ráð fyrir 60000 kr. árlegum landstjórnarkostnaði, og kvaðst
Arnljótur Ólafsson ekki trúa því fyrr en hann sæi, að þjóð-
viljinn vildi undirskrifa víxil upp á þá fjárhæð. Halldór Kr.
Friðriksson taldi kostnaðinn landinu ofviða, að minnsta kosti
í því árferði, sem þá var. Fylgismenn frumvarpsins bentu
á embætti, sem leggjast mundu niður, ef hin fyrirhugaða
stjórnarbreyting kæmist á, og var því jafnvel haldið fram,
að kostnaðaraukinn þyrfti ekki að verða meiri en 13000 kr.
á ári. Jón Sigurðsson talaði mjög eindregið á móti þeim, sem
settu kostnaðinn fyrir sig. Hann sagði, að það ætti alls ekki
við og væri alveg ómögulegt að meta sjálfsforræði þjóðar til
peninga. „Stjórnfrelsi þjóðanna verður aldrei vegið móti pen-
ingum“, sagði Jón.
Halldór Kr. Friðriksson sagði, að allri þeirri breytingu til
hóta, sem menn ætluðu að ná með þessu frumvarpi, væri
hægt að ná, ef vér fengjum sérstakan ráðgjafa á þing, og
samkvæmt stöðulögunum ættu laun slíks ráðgjafa að greiðast
af rikissjóði Dana.
Daginn eftir, 30. júlí, var framhald annarrar umræðu. Þá
tók fyrstur til máls Tryggvi Gunnarsson og gagnrýndi frum-
varp stjórnarskrárnefndar. Talaði um harðæri hér á landi og
erfitt stjórnmálaástand í Danmörku, sem hvort tveggja gerði
það að verkum, að tíminn væri óhentugur til að krefjast
breytinga á stjórnarskrá. Sagði, að þjóðviljinn væri stundum
nokkuð annað en menn vildu vera láta. 1 þessu frumvarpi
væri ekki sá þjóðvilji, sem komið hefði fram á Þingvalla-
fundinum. Þar hefðu menn fyrri hluta dagsins viljað taka
stefnu frumvarpsins frá 1883 og eitt af aðalatriðunum þá
hefði verið að fá frestandi synjunarvald. Þetta sagðist hann
hafa heyrt klingja kring um allt land, að takmörkun á synj-
unarvaldi konungs væri það, sem menn þyrftu að fá, vitn-
aði í greinar Jóns á Gautlöndum í Fróða, sem fyrr er getið,
og sagði, að sú stefna, sem þar var haldið fram, mundi helzt