Skírnir - 01.01.1966, Side 102
100
Björn K. Þórólfsson
Skímir
að skapi alþýðu, en þetta höfuðáhugamál þjóðarinnar og Þing-
vallafundarins fyndist ekki í frumvarpi nefndarinnar, sem
þó ætti að heita þjóðvilji. Jarl eða landstjóri hefði ekki heyrzt
nefndur á Þingvallafundinum fyrr en klukkan niu um kvöld-
ið. „Svona er fljótt að breytast veður í lofti“, sagði Tryggvi.
Hann taldi, að skoðanir manna væru á reiki í þessu máli,
bar saman stjórnarskrárfrumvörpin 1881, 1883 og nú 1885,
vildi finna þar mikið ósamræmi, en viðurkenndi þó, að aðal-
stefna Benedikts Sveinssonar hefði verið fastari en margra
annarra. Tryggvi viðurkenndi, að töluverðir gallar væru á
gildandi stjórnarskrá. Hann lýsti afstöðu sinni þannig, að
hann kvaðst mundu greiða atkvæði með frumvarpi stjórnar-
skrárnefndar út úr neðri deild og vildi hafa þann hátt á,
að það yrði samþykkt í báðum deildum, en síðan fellt í sam-
einuðu þingi, og þar samið ávarp til konungs, þess efnis, að
þingið hæði hann að skipa sérstakan ráðgjafa fyrir Islands-
mál, sem sæti á þingi og bæri ábyrgð fyrir þinginu, „þvi það
álít ég fullkomlega nauðsynlegt", sagði Tryggvi. Senda mætti
nefnd með málið á fund konungs. Ef skipaður væri sérstak-
ur ráðgjafi, sem væri vel kunnugur þörfum landsins, gæti
verið hentugt, að hann í sameiningu við landshöfðingja, kæmi
fram með frumvarp til stjórnarskrárbreytingar.
Benedikt Sveinsson kvaðst hafa gert skýlausa grein fyrir
því við fyrstu umræðu, hvers vegna nefndin hefði vikið frá
þeim grundvelli, sem haldið var fram 1881 og 1883 og snú-
ið sér að aðaluppástungunni frá 1873. Til þess hefði nefndin
verið knúð af aðförum og aðgjörðaleysi stjórnarinnar. Hann
vildi gera sem minnst úr kröfu Þingvallafundarins um frest-
andi synjunarvald, sagði, að fundurinn hefði lagt aðaláherzl-
una á það stjórnarfyrirkomulag, sem farið var fram á í aðal-
uppástungu Alþingis 1873. Hann sagðist hafa fengið að vita,
að kjósendur Tryggva hefðu skorað á hann að fylgja stjóm-
arskrármálinu fram. Tryggvi kallaði fram í: „Ég geri það“.
Benedikt kvaðst gera ráð fyrir því, að kjósendur hans hefðu
ætlað honum aðra aðferð en hann hefði valið, ef hann kall-
aði þetta að fylgja málinu fram. „Hefði það verið aftur á bak,
hefði ég skilið það“, sagði Benedikt. „Og hvernig getur hann