Skírnir - 01.01.1966, Page 103
Skírnir
Þingvallafundur 1885 og benediskan
101
og það svona fyrirfram viljað fella það mál í níunda sinni,
sem hann hefir stutt átta sinnum?“
Breytingartillögur þær, sem meirihluti stjórnarskrárnefnd-
ar hafði gert við frumvarp sitt og nokkurar fleiri breytingar-
tillögur voru samþykktar og frumvarpinu vísað til þriðju um-
ræðu með 21 atkvæði gegn tveimur að við höfðu nafnakalli.
Nei sögðu: Arnljótur Ólafsson og Halldór Kr. Friðriksson.
Allir þingmenn neðri deildar hafa greitt atkvæði nema for-
seti, sem ekki hafði atkvæðisrétt.
Þess skal getið, að ein þeirra breytinga á frumvarpi nefnd-
arinnar, sem í þetta skipti voru samþykktar, var tillaga frá
Jóni Ólafssyni og tveimur þingmönnum öðrum um kviðdóma
í sakamálum. Samkvæmt tillögu þeirra var svo hljóðandi
grein bætt inn í frumvarpið: „Kviðdómar í sakamálum skulu
inn leiddir svo fljótt, sem því verður við komið“. Jón Ólafs-
son flutti tillögu um að setja aftur inn í frumvarpið ákvæði
um hlutfallskosningar til efri deildar, og studdi Benedikt
Sveinsson þá tillögu, en hún var felld.
Stjórnarskrármálið kom til þriðju umræðu í neðri deild
6. ágúst. Nefndin eða meirihluti hennar kom enn með marg-
ar breytingartillögur við frumvarp sitt. Ein þeirra var þess
efnis, að ráðgjafar skyldu eigi vera fleiri en þrír og skyldi
einn vera æðstur þeirra. Landstjóri og ráðgjafar áttu að vera
landsráð og landstjóri forseti þess. Benedikt Sveinsson gerði
þá grein fyrir þessari tillögu, að hún lægi í hlutarins eðli,
þegar stjórn Islands og íslenzkra mála væri, sem mest mætti
verða, sniðin eftir stjórnarskipunarfyrirkomulaginu hjá Dön-
um. Með þessum orðum átti hann við það, að landsráðið átti
að svara til ríkisráðs Dana, landstjóri vera forseti landsráðs
eins og konungur hefur forsæti í hinu danska ríkisráði, o. s.
frv. Um kosningar til efri deildar kom nefndin nú með þá
tillögu, að um þær skyldi þannig fyrir mælt, að þingmenn
hennar skyldu kosnir eftir sérstökum ákvæðum, sem sett
yrðu i kosningalögum. Benedikt sagði, að meiningin með
þessari breytingu væri sú, að nefndin vildi ekki láta frum-
varpið beinlinis binda sig við tvöfaldar kosningar. Hlutfalls-
kosningar, sem gert var ráð fyrir í upphaflega þriggja manna