Skírnir - 01.01.1966, Page 104
102
Björn K. Þórólfsson
Skimir
frumvarpinu, hefðu mikið gott við sig, og því hefði nefndin
talið heppilegast að gera ákvörðunina svo víðtæka, að hún
tæki bæði yfir tvöfaldar kosningar og hlutfallskosningar.
Landshöfðingi endurtók fyrri yfirlýsingar sínar um það,
að stjórnin gæti eigi fallizt á svo stórkostlega stjórnarskrár-
breytingu, sem farið var fram á í frumvarpi því, er nú lá
fyrir Alþingi. Taldi, að á milli þinga hefði verið mest rætt
um ábyrgð ráðgjafans, en samkvæmt þriðju grein stjórnar-
skrárinnar bæri hann ábyrgð fyrir Alþingi og, ef löggjöf um
það efni gæti fengið framgang, mætti koma henni á án þess
að breyta stjórnarskránni. Nú talaði landshöfðingi sérstaklega
um það, að í frumvarpinu væri ekki gert ráð fyrir ráðgjafa
við hlið konungs, enda gert ráð fyrir því, að konungur af-
salaði sér til landstjóra miklu af valdi sínu. Þetta taldi lands-
höfðingi eigi aðeins fjarlægt því, sem stjórnin gat gengið að,
þegar gildandi stjórnarskrá var gefin, heldur gengi það miklu
lengra en Alþingi nokkurn tíma hefði farið fram á, miklu
lengra en sum frumvörp, sem stjórnin hefði eigi getað álitið
aðgengileg.
Arnljótur Ölafsson var enn sem fyrr skeleggastur and-
stæðingur endurskoðunarmanna. Taldi hann liggja í augum
uppi, að í 18 fyrstu greinum frumvarpsins, þeim kafla þess,
sem fjallaði um hina æðstu landstjóm, væri hinn mesti tví-
skinnungur og tvöfeldni, sem dæmi væm til i nokkurri stjórn-
arskrá. 1 þessum 18 greinum væru konungur og landstjóri
níu sinnum settir jafnhliða og landstjóri aftur settur einn
saman níu sinnum. Þannig væri hinum æðstu valdsmönnum
ruglað saman aðgreiningarlaust á níu stöðum, konungurinn
aðeins talinn fyrr. 1 frumvarpinu stæði, að konungur hefði
hið æðsta vald yfir öllum hinum sérstaklegu málefnum lands-
ins með þeim takmörkunum o. s frv., en takmörkunin væri
sú, að hið æðsta vald, konungsvaldið, væri flutt afdráttar-
laust eða takmarkalaust til landstjórans. Hér kallaði Benedikt
Sveinsson fram í: „Misskilningur.“ Arnljótur lagði hina mestu
áherzlu á það, að ráðgjafi eða ráðgjafar þyrftu að sitja við
hlið konungs, taldi það aðaleinkenni æðsta valds í landi með
þingbundna konungsstjórn, að ráðgjafarnir, sem stjórnar-