Skírnir - 01.01.1966, Page 105
Skirnir
Þingvallafundur 1885 og benediskan
103
ábyrgðina hefðu á hendi, ræddu öll mál með konungi sjálf-
um í ríkisráði og skrifuðu undir lög og öll helztu mál með
honum. En eftir frumvarpinu ættu ráðgjafarnir sæti ein-
göngu hjá landstjóra. Eftir þessu frumvarpi væri vald kon-
ungs gert að skuggavaldi í öllu nema því einu, að hann ætti
að skrifa undir stjórnarskrárbreytingar. En með hverjum?
Annaðhvort með engum eða þá með dönskum ráðgjafa.
Arnljótur sagði, að eftir þessu frumvarpi yrði Island ekki
lengur óaðskiljanlegur hluti Danaveldis. Það væru greinar
í grundvallarlögum Dana, sem snertu Island, þó að þau giltu
ekki á Islandi í orðsins vanalega skilningi. Hann nefndi
ákvæði grundvallarlaganna um konungserfðir, um það, að
konungur væri fulltíði 18 ára og um það, hver stjómaði í
forföllum konungs. Allt þetta hugði Arnljótur vafalaust gilda
hér á landi, þá yrði að ætla, að konungur Danaveldis væri
einnig konungur á fslandi, en þá kvaðst Arnljótur ekki geta
betur séð en skipun sú, sem gerð væri í grundvallarlögum
Dana um hið æðsta stjórnarvald ríkisins og hvernig því skyldi
beitt, hlyti að hafa einhver áhrif á, hvernig hinu æðsta valdi
hér innan lands skyldi hagað. Þessi skipun grundvallarlag-
anna mundi í afleiðingum sínum ná hingað til lands, þegar
um það væri að ræða, að landstjórinn hér skyldi fá svona
mikið vald, en völd konungs detta niður að því skapi. Hér
kallaði Benedikt Sveinsson fram í: „Nei.“ Amljótur sagði,
að ómögulega mætti gleyma því, að fsland væri sambands-
land, en ekki ríki fyrir sig. Norskir ráðgjafar sætu við hönd
konungs í Svíaríki, en hér vantaði alveg alla samtenging, og
allt vald væri flutt í raun réttri hingað.1) Hér væri aðeins
konungsnafn sett eins og tóm vofa, eins og nokkurs konar
ryk til að blása í augu stjórnarinnar, en hún mundi sjá í
gegnum slíkt myrkur. Kvaðst Arnljótur eflaust ætla, að kon-
ungur gæti eigi afsalað sér hinu æðsta valdi oss í hönd án
*) Sambandi Svíþjóðar og Noregs 1814—1905 var þannig háttað, að
auk konungs og konungsættar var framkoman út á við sameiginleg, þó
að bæði ríkin væru fullvalda hvort í sínu lagi. Yegna sambandsins sátu
norskir ráðherrar í Stokkhólmi og voru þar þrir, þegar sambandsslitin
urðu, en að öðru leyti sátu norskir ráðherrar að sjálfsögðu í Osló, sem
þá hét Kristjanía.