Skírnir - 01.01.1966, Page 106
Skírnir
104 Björn K. Þórólfsson
breytingar á grundvallarlögum Dana og því eigi án sam-
þykkis ríkisþingsins.
Eins og fyrr segir virðist Arnljótur ekki einu sinni óska
eftir sérstökum ráðgjafa fyrir íslands mál, en að þessu leyti
stendur hann einn uppi. Þá breytingu töldu aðrir þingmenn,
sem andvígir voru stefnu endurskoðunarmanna, nauðsynlega,
og hafði Halldór Kr. Friðriksson mest orð fyrir þeim. Hann
sagði, að hið eina, sem oss væri sannarlega nauðsynlegt og
vér hefðum fyllsta rétt til að fá, væri að fá að vinna saman
við ráðgjafann sjálfan, en hitt stæði á minnstu, hvort hann
byggi í Reykjavík eða í Danmörku.
Jón Sigurðsson svaraði nú því, er Tryggvi Gunnarsson
hafði sagt í annarri umræðu út af greinum Jóns í Fróða.
Jón sagði, að tilgangur sinn með þeim greinum hefði ein-
ungis verið sá að benda landsmönnum á það þrenns konar
fyrirkomulag á stjórn landsins, sem til mála gæti komið að
innleiða hér, svo að almenningi gæfist kostur á að dæma um
og velja, að hverju honum geðjaðist bezt. Á Þingvallafund-
inum hefði þjóðin látið vilja sinn í ljós. Þar hefðu fulltrúar
af öllu landinu lýst yfir því, að þeir vildu helzt leggja stjórn-
arskrárfrumvarp Alþingis 1873 til grundvallar, og það væri
aðalástæða nefndarinnar til þess að miða uppástungur sinar
sem mest við þetta frumvarp. Hins vegar kvaðst Jón ekki
gefa eyrisvirði fyrir sérstakan ráðgjafa í Kaupmannahöfn,
nema neitunarvald konungs væri takmarkað.
Það sést af ræðum landshöfðingja og Arnljóts Ólafssonar,
að þeir telja nefndarfrumvarpið skerða forréttindi konungs
eigi að síður, þótt nú væri víða sett „konungur eða land-
stjóri“ þar sem upphaflega var nefndur landstjóri einn.
Sömu skoðunar voru aðrir andstæðingar endurskoðunar-
manna, og var því sérstaklega haldið fram, að frumvarpið
gengi lengra en stjómarskrárfrumvarp Alþingis 1873 eða
byggðist jafnvel á öðrum grundvelli. Um þetta atriði hneigð-
ist síra Eiríkur Kúld, sem þó fylgdi stjórnarskrárfrumvarp-
inu alveg í atkvæðagreiðslum, að skoðun andstæðinganna og
sagði, að þetta frumvarp gengi því miður talsvert lengra en
frumvarpið frá 1873. Hann óttaðist einnig þann kostnað, sem