Skírnir - 01.01.1966, Page 107
Skímir
Þingvallafundur 1885 og benediskan
105
hin fyrirhugaða landstjórn mundi hafa í för með sér. Um
þann kostnað snerust ræður andstæðinga málsins að miklu
leyti. Síra Þorkell Bjarnason sagði, að margur maður, sem
ætti að gjalda töluvert til allra stétta, væri þó svo fátækur,
að hann vissi varla, á hverju hann ætti að lifa, og taldi því,
að almenningur þyldi eigi aukin gjöld. Meðal annars var á
það minnzt, að ef Alþingi samþykkti stjórnarskrárfrumvarp-
ið, þyrfti að halda aukaþing að ári, og það mundi kosta 20
þúsund krónur. Töldu þeir því síður nauðsynlegt að leggja
svo mikinn kostnað á þjóðina í hörðu árferði, þar sem gild-
andi stjórnarskrá væri því ekki til fyrirstöðu, að landið gæti
tekið framförum i atvinnuvegum og öðrum efnum.
Eins og í fyrri umræðum mæddi mest á Benedikt Sveins-
syni að halda uppi vörnum fyrir frumvarp og stefnu endur-
skoðunarmanna. Hann sagði, að ef það kostaði þjóðina 20
þúsund krónur að standa á föstum grundvelli í stjórnarskip-
unarmáli sínu, þá kostaði það hana 20 sinnum 20 þúsund
krónur að afsala sér öllum lands og sjálfstjórnar réttindum.
Þeim orðum landshöfðingja, að ekki mundi þurfa stjórnar-
skrárbreytingu til þess að fá sérstakan ráðgjafa fyrir Islands
tnál, svaraði Benedikt þannig, að sín, þingdeildarmanna og
þjóðarinnar hugsun væri eigi sú, að ráðgjafinn sæti í Dan-
naörku og ferðaðist hingað til þingsins ábyrgðarlaus, eins og
hann væri nú, heldur að hann hefði ábyrgð fyrir þinginu
og aðsetur sitt hér á landi. Skipun sérstaks ráðgjafa fyrir
íslands mál með sannarlegri stjórnlagaábyrgð fyrir Alþingi
°g þá sjálfsagt landsdóms hér á landi fengist alls ekki án
hreytingar stjórnarskrárinnar. Ráðgjafi, sem ekki hefði önn-
nr mál um að fjalla en Islandsmál, en væri þó háður ríkis-
raði Dana, væri ekki stjómlagalega sérstakur ráðgjafi Islands,
heldur danskur ráðgjafi í íslenzkum málum, sem einn liður
1 hinu danska löggjafarvaldi.
Arnljótur Ölafsson hefði tekið það fram, að konungur væri
nefndur á níu stöðum í frumvarpinu ásamt landstjóranum
°g landstjórinn aftur einn á öðrum níu stöðum. Þetta taldi
Benedikt ekki neina sönnun fyrir því, að frumvarpið væri
a röngum rökum byggt. Á þeim níu stöðum þar sem land-