Skírnir - 01.01.1966, Page 108
106
Björn K. Þórólfsson
Skírnir
stjórinn einn væri nefndur, væri konungi ætlað, að hann
gæfi landstjóranum vald til að framkvæma það fyrir sig í
umboði sínu, sem hann gæti ekki gert sjálfur vegna fjar-
lægðar sinnar. Arnljótur hefði komið fram með þá spurn-
ingu, hvort konungur mundi geta afsalað sér þessum rétt-
indum samkvæmt grundvallarlögum Dana. Við þessari spum-
ingu yrðu allir skynsamir menn að svara já. Hið almenna
löggjafarvald Dana eða réttara sagt ríkisþingið, hefði afsalað
sér með stöðulögunum löggjafarvaldi í öllum sérstökum mál-
um Islands með þeirri undantekningu, er gerð væri um hæsta-
rétt sem æðsta dóm í íslenzkum málum. Stöðulögin væru
einföld lög og gætu því ekki gert neina breytingu á grund-
vallarlögum Dana. „Löggjafarvald Dana nær ekki til hinna
sérskildu mála íslands eftir grundvallarlögum Dana, annars
hefði það verið brot á móti grundvallarlögunum, að stöðu-
lögin voru gefin út með þessum ákvæðum“, sagði Benedikt.
Hins vegar hélt hann því eindregið fram, að Island væri
eftir sem áður óaðskiljanlegur hluti Danaveldis, þó að frum-
varpið yrði að lögum. fsland yrði eftir sem áður að lúta öll-
um þeim lögum í almennum málum, sem ríkisþing Dana
samþykkti, ekki einungis um konungserfðirnar heldur og í
öllum sameiginlegum málum, t. a. m. um myntina o. s. frv.
Ekkert óaðskiljanleikans einkenni gæti verið sterkara en þetta.
Þeirri aðfinnslu Arnljóts Ólafssonar, að í frumvarpinu væri
ekki gert ráð fyrir, að neinn ráðgjafi skrifaði undir með kon-
ungi, svaraði Benedikt þannig, að í frumvarpinu stæði, að
undirskrift konungs eða landstjóra í umboði hans veitti lög-
um og ályktunum Alþingis gildi, þegar einn eða fleiri ráð-
gjafar skrifuðu undir með honum. „Hér er“, sagði Benedikt,
„gert ráð fyrir íslenzkum ráðgjafa, sem fari til konungs í
öllum þeim tilfellum, sem konungur óskar sjálfur að skrifa
undir“.
Benedikt taldi það mjög lítilfjörlegan kost á stjórnarskrá,
að hún gæfi íslendingum færi á að efla atvinnuvegi sína,
sem meira að segja væri vafamál um gildandi stjórnarskrá.
Stjórnarskrá fslands yrði að viðurkenna fslendinga sem sér-