Skírnir - 01.01.1966, Síða 109
Skírnir
Þingvallafundur 1885 og benediskan
107
staka þjóð með fullkominni stjórnlagalegri sjálfsstjórn í öll-
um sérstaklegum landsmálum frá neðsta stigi til hins efsta.
Þeirri staðhæfingu, að frumvarp nefndarinnar gengi lengra
en stjórnarskrárfrumvarp Alþingis 1873 eða væri jafnvel
allt annað, svaraði Benedikt með þessum orðum: „Það eina,
sem munar á millum þessara frumvarpa, er annar pappír,
önnur prentsverta og annar prentari“.
Bezta sönnun þess, að þjóðarviljinn væri með þeirri breyt-
ingu á stjórnarskránni, sem farið var fram á í frumvarpi
endurskoðunarmanna, taldi Benedikt Þingvallafundinn. 1 þvi
bágbornasta ástandi, sem nokkur myndi og sögur færu af,
hefðu næstum öll kjördæmi landsins sent fulltrúa sína á
þann fund til að ræða þetta mál. Ávörp bæði frá Þingvalla-
fundi og úr héruðum landsins, sagði Benedikt, lýsa því bezt,
hver þjóðarviljinn væri, og að hann væri alveg samhljóða
nefndarfrumvarpinu.
Sira Jón Jónsson minnti einnig á Þingvallafundinn og
sagði, að þar hefðu menn gengið lengra í ýmsum atriðum
en endurskoðunarmenn á Alþingi.
Jón Ólafsson sagði, að þó að stjórnarskrárfrumvarpið yrði
samþykkt, væri ekki allt fengið með því, sem vér ættum að
fá, en mörg umbót fengist með frumvarpinu. Hann sagði, að
Arnljótur mætti vara sig, að skopræða hans um þjóðviljann
yrði ekki líkræða yfir þingmennsku sjálfs hans.
Friðrik Stefánsson kvaðst fylgja málinu fram, jafnvel þó
að sú stjórnarskrá lægi ekki fyrir nú, sem hann hefði helzt
kosið landsins vegna. Sagði, að allvel hefði mátt fara að hafa
ráðgjafa, sem hefði setið á Alþingi og borið fulla ábyrgð
fyrir þinginu, en konungur hefði aðeins frestandi synjunar-
vald, sem mikil ástæða virtist vera til vegna fjarlægðar ís-
lands frá konunginum.
Allar breytingartillögur, sem nefndin hafði gert við frum-
varp sitt, nema ein orðalagsbreyting, voru samþykktar. Frum-
varpið í heild sinni var samþykkt að viðhöfðu nafnakalli
tneð 18 atkvæðum gegn fjórum. Nei sögðu: Halldór Kr. Frið-
riksson, Arnljótur Ólafsson, Þorkell Bjarnason og Þorsteinn