Skírnir - 01.01.1966, Síða 111
Skírnir
Þingvallafundur 1885 og benediskan
109
mundi hann hafa of lítinn tíma aflögu til að sinna þeim svo
sem þörf krefði.
Framhald fyrstu umræðu var 18. ágúst. Benedikt Kristjáns-
son hafði framsögu fyrir meirihluta nefndarinnar og voru
röksemdir hans að miklu leyti hinar sömu sem endurskoð-
unarmanna í neðri deild. Hann sagði, að þó að vér hefðum
tekið feginsamlega og þakklátlega við stjórnarskránni 1874,
af því að oss þótti hún veruleg réttarbót á móti því, sem vér
höfðum áður átt við að búa, væri þó öllum, sem nú sætu á
þingi fullkunnugt, að allur þorri þjóðarinnar hefði eigi álit-
ið stjórnarskrána að fullu né eins og æskilegt væri fullnægja
þörfum og óskum manna hér á landi. Hún mundi vera í
sama horfi sem varatillaga Alþingis 1873, en það hefði verið
vakandi fyrir mönnum, að stjórnarskrá byggð á þeirri til-
lögu væri aðeins til bráðabirgða, eða með öðrum orðum, að
gildandi stjórnarskrá væri aðeins um stundarsakir. Vér gæt-
um þvi síður sætt oss við hana, sem fullyrða mætti, að sum-
um ákvæðum hennar hefði verið beitt oss fremur til óhagn-
aðar af stjórnarinnar hálfu. Landshöfðingi hefði sagt, að rétt-
ast og heppilegast væri að færa sér stjórnarskrána í nyt, en
þegar um það væri talað, sagði Benedikt, þá tækju þau um-
mæli eigi aðeins til þjóðarinnar heldur einnig stjórnarinnar
sjálfrar. Hann taldi, að ekki mætti horfa í kostnað, jafnvel
þó að skipti tugum þúsunda, til þess að fá þau gæði, sem
telja mætti hin dýrmætustu, að þjóðin gæti öðlazt sem mest
sjálfsforræði. Landshöfðingi hefði talið tilgangslaust að sam-
þykkja breytingu á stjórnarskránni fyrir þá sök, að slík
breyting gæti eigi náð konunglegri staðfestingu. En um lög
°g lagaskipun væru tveir aðilar, sem hefðu atkvæði, stjórnin
og Alþingi. Ef þingið hefði ekki einurð á að segja sína mein-
ingu, þá brygðist það köllun sinni gagnvart þjóð og stjórn.
Fleiri tóku ekki til máls. Málinu var í einu hljóði vísað
til annarrar umræðu.
önnur umræða var 20. ágúst. Nú gerðust þau tíðindi, að
einn hinna konungkjörnu þingmanna, síra Hallgrimur Sveins-
son, síðar biskup, gekk í lið með endurskoðunarmönnum.
Hann talaði mjög hógværlega, en niðurstaðan var ótvíræð.