Skírnir - 01.01.1966, Side 113
Skírnir
Þingvallafundur 1885 og benediskan
111
Hallgrímur kvaðst ekki geta litið svo á, að í stjórnarskrár-
frumvarpi endurskoðunarmanna kæmi fram nokkur sundr-
ungarstefna eða nokkur hin minnsta tilraun til að losast úr
sambandinu við Dani, og sagðist með engu móti skilja, að
gengið væri of nærri forréttindum konungs með því að biðja
hann að skipa hér landstjóra, sem kæmi fram í hans nafni
og umboði. Kvaðst þó ekki hafa mikla von um, að konungur
mundi undirskrifa frumvarpið í bráð. „Þing og þjóð verða“,
sagði Hallgrímur, „að öllum líkindum að bíða með þolin-
mæði, og ef þingið er sannfært um, að það hafi farið fram
í rétta stefnu, þá gefur sú sannfæring þolinmæði til biðar“.
Landshöfðingi flutti nú aðalræðu sína í efri deild um
stjórnarskrármálið. Hann hóf mál sitt á þá leið, að hann
hefði séð af ræðu Hallgríms Sveinssonar, að hann hefði mun-
að eftir yfirlýsingu stjórnarinnar, og kvaðst landshöfðingi
vona, að aðrir þingdeildarmenn myndu einnig eftir henni.
Hann endurtók það, sem hann hafði sagt í fyrstu umræðu,
að þótt stjórnin síðar meir kynni að álíta einhverjar breyt-
mgar á stjórnarskránni nauðsynlegar, þá væru þær, sem hér
væri farið fram á, þannig vaxnar, að stjórnin hvorki vildi
ue gæti gengið að þeim, og slíkt frumvarp sem þetta mundi
því aldrei ná konunglegri staðfestingu. Kvaðst ekki hafa
tekið of djúpt í árinni um það, að frumvarpið drægi vald úr
höndum konungs, þó að sér virtist Hallgrímur Sveinsson
vera á annarri skoðun. Landshöfðingi sagði að með þessu
frumvarpi virtist valdi konungs vera misboðið, en svo hefði
ekki verið gert með stjórnarskrárfrumvarpi Alþingis 1873.
Að þessu leyti er röksemdaleiðsla landshöfðingja mjög á sömu
lund sem haldið hafði verið fram í neðri deild.
Hann vék einnig að fáeinum hinna minni atriða frum-
varpsins og gerði þá athugasemd út af ákvæðinu um kvið-
dóma í sakamálum, að hann efaðist um, að mönnum væri
svo ljóst orðið, að æskilegt væri að taka upp kviðdóma, að rétt
væri að setja um það bjóðandi skipun í stjórnarskrá landsins.
Landshöfðingi kvaðst vona, að það mætti álítast ljóst, að
þetta frumvarp veitti ekki meira frelsi, meiri mannréttindi,
en rnenn hefðu þegar hér á landi. Þegar menn segðu, að ekki