Skírnir - 01.01.1966, Qupperneq 114
112
Björn K. Þórólfsson
Skirnir
mætti setja fyrir sig kostnað við hina fyrirhuguðu stjómar-
skipun vegna frelsisins, sem með henni fengist, þá ætti þetta
ekki hér við, þar sem frelsið yrði ekki meira en áður. Um
pólitískt frelsi væri það að segja, að vald Alþingis yrði ekki
meira en eftir gildandi stjórnarskrá.
Hann gerði þá athugasemd út af orðum Hallgríms Sveins-
sonar um vilja kjósenda, að samkvæmt stjómarskránni væru
þingmenn ekki bundnir við að fara eftir óskum og vilja kjós-
enda, heldur væru þingmenn í hverju máli bundnir við þeirra
eigin sannfæringu.
Landshöfðingi mótmælti þeirri staðhæfingu Hallgríms
Sveinssonar, að fyrirhuguð stjórnarskrárbreyting yrði alls
ekki til þess að losa sambandið milli íslands og Danmerkur.
Sagði, að það stjórnarfyrirkomulag, sem hér væri stungið
upp á, væri alvarleg tilraun, ef eigi til að leysa, þá til að
veikja þetta band, sem hann taldi Islandi fyrir beztu, að væri
sem traustast og sterkast, en ekki veikara en það þá væri.
1 lok ræðu sinnar vék landshöfðingi að minnihluta nefnd-
aráliti Jóns Péturssonar og sagði að mestu leyti hið sama um
það, sem hann hafði sagt í neðri deild um sams konar til-
lögur Flalldórs Kr. Friðrikssonar.
Einar Ásmundsson svaraði ræðu landshöfðingja. Sagði
Einar, að kröfur endurskoðunarmanna væm ekki sprottnar
af neinni sundrungarstefnu, heldur af þeirri þörf og nauð-
syn, að húsbóndinn á heimilinu, konungurinn, sem bvggi
í 300 mílna fjarlægð frá landi voru, hefði ráðsmann á þjóð-
búinu, sem væri á heimilinu sjálfu, væri búsettur hér á landi.
Þetta taldi Einar aðalatriði málsins og í samanburði við þetta
aðalatriði væri allt hitt smámunir. Sagði, að í löndum Eng-
lendinga væri lík landstjórn þeirri, sem hér væri farið fram
á, ekki einungis í hinum stærri löndum þeirra, sem lægju
langt burtu, heldur og á smáeyjum í fárra mílna fjarlægð
frá móðurlandinu. Einar kvaðst ekki skyldu bera á móti því,
að sú stjórnarfarsbreyting, sem Jón Pétursson fór fram á,
kynni að vera heldur til bóta, en ráðsmaðurinn yrði samt
að öllum jafnaði í 300 mílna fjarlægð frá heimilinu og mundi
því verða mörgum vandkvæðum bundið að hafa hans full