Skírnir - 01.01.1966, Side 115
Skirnir
Þingvallafundur 1885 og benediskan
113
not. Hugði öllum ljóst, að fyrirhuguð landstjórn mundi hafa
í för með sér kostnaðarauka, sem skipti tugum þúsunda á ári,
en þó að alþýða manna væri ekki nema í góðu hófi ríf á fé
til að launa embættismenn, þá væru allir fúsir til að bera
þann kostnað, sem leiða mundi af þessari stjórnarbreytingu.
Benedikt Kristjánsson andmælti ýmsum staðhæfingum
landshöfðingja og vék undir lok ræðu sinnar að þeirri bend-
mgu hans, að þingmenn ættu ekki að fara eftir vilja kjós-
enda sinna, heldur eftir sannfæringu sinni eingöngu. „En
úr því að vér megum ekki“, sagði Benedikt, “fara eftir vilja
kjósenda vorra sannfæringarlaust, sem er í alla staði rétt,
hví er þá hvað eftir annað verið að ota að oss skoðunum
°g vilja stjórnarinnar? Eiga þá þingmenn fremur að fylgja
skoðunum hennar og vilja?“
Landshöfðingi svaraði ræðum Einars og Benedikts og sagði,
að eftir frumvarpinu yrði laust samband, ef það gæti kall-
azt því nafni, milli konungs og landsins og milli aðalhluta
ríkisins og íslands. Um það, er Einar vitnaði í stjórnarfyrir-
komulag í nýlendum Englendinga, sagði landshöfðingi, að
ekki mætti taka eitt atriði út úr og leggja alla áherzlu á það,
heldur yrði hitt að fylgja með, að parlamentið gæti „bæði
sett og upphafið stjórnarskipunarlög nýlendumanna“. Þetta
fyrirkomulag mundi Einar ekki vilja leggja til fyrir ísland,
þó að landstjóri fengist, sem gæti staðfest lög o. s. frv. Báð-
gjafi i málum nýlendumanna sæti við hönd drottningarinn-
ar heima á Englandi, en ekkert slikt væri í þessu frumvarpi.
Hugði landshöfðingi það eins dæmi, sem farið var fram á
í frumvarpinu, „og vildi ég“, sagði hann, „að háttvirtur ann-
ar þingmaður Eyfirðinga (Einar Ásmundsson) gæti bent mér
a, hvar slíkt stjórnarfyrirkomulag sem þetta eigi sér stað“.
Síðan töluðu af nefndarmönnum Sighvatur Árnason og
síra Benedikt Kristjánsson og auk þeirra síra Jakob Guð-
mundsson og Ásgeir Einarsson. Aðalatriði hjá þeim var, eins
°g hjá Einari Ásmundssyni, sú höfuðnauðsyn að fá stjórn
sérmála vorra sem mest inn í landið sjálft. Þeir Sighvatur,
Jakob og Benedikt töluðu mjög hógværlega, en meiri harka
var í ræðu Ásgeirs Einarssonar. Hann minnti sérstaklega á
8