Skírnir - 01.01.1966, Qupperneq 116
114
Björn K. Þórólfsson
Skírnir
málið um fiskveiðar í landhelgi. Sagði, að á þingi 1883 hefðu
allir verið því meðmæltir, konungkjörnir jafnt sem þjóð-
kjörnir og landshöfðingi sjálfur. Samt hefði stjórnin synjað
staðfestingar á lögum frá því þingi um það efni. Nú hefði
hún sent inn á þetta þing frumvarp til laga um fiskveiðar
í landhelgi eins og hún vildi hafa þau, en þingið hefði svo
að segja með einu atkvæði breytt því í sömu stefnu sem
frumvarp það fór, er var afgreitt 1883. „Nú er eftir,“ sagði
Ásgeir, „að sjá, hvað stjórnin gjörir við ítrekaðar óskir þings-
ins. Hvílíkt er það vald, sem einskis virðir tillögur þings og
þjóðar í máli sem þessu um fiskiveiðar í landhelgi, en levfir,
að gengið sé á annan aðallífsbjargarútveg landsins af öðrum,
útlendum þjóðum, er umkringja land vort sem Miðgarðsorm-
ur og taka bitann út úr munninum á landsmönnum sjálfum;
en samþegnar vorir í Danaveldi fá enn meira; þeir mega
fiska inn á fjörðum mót gildandi lögum, sem utanríkisþjóð-
um er þó ekki leyft. Er okkur fslendingum ekki sama, hver
útlendur maður veitir okkur yfirgang og gjörir oss óbætan-
legt tjón? Þetta sýnir, hvað góð stjórnarskrá vor er, þar sem
henni, ef þeim, sem með hana eiga að fara, býður svo við
að horfa, má snúa eins og skopparakringlu11.1)
Frumvarpinu var vísað til þriðju umræðu með átta at-
kvæðum eftir að samþykktar höfðu verið margar breytingar-
tillögur, flestar frá stjórnarskrárnefndinni sjálfri, meðal þeirra
tillaga hennar mn að fella burt það ákvæði, að landstjóri
bæri ábyrgð fyrir konungi einum. Einnig skal þess getið, að
samþykkt var tillaga frá meirihluta nefndarinnar þess efnis,
að með lögum mætti veita konum kosningarrétt til Alþingis.
Stjórnarskrármálið kom til þriðju umræðu í efri deild 22.
ágúst. Benedikt Kristjánsson flutti fyrir hönd meirihluta
stjórnarskrárnefndar tvær breytingartillögur við frumvarp
hennar, og var önnur tillagan þess efnis, að fella burt úr
frumvarpinu ákvæðið um kviðdóma í sakamálum. Sagði síra
Benedikt, að nefndin hefði í þessu efni tekið ummæli lands-
x) Svo fór sem Ásgeir bjóst við, að lögum Alþingis 1885 um fiskveiðar
í landhelgi, var synjað staðfestingar. Sbr. ráðgjafabréf til landshöfðingja
dags. 18. apríl 1887, Stjómartíðindi 1887, B-deild, bls. 61—65.