Skírnir - 01.01.1966, Síða 117
Skírnir
Þingvallafundur 1885 og benediskan
115
höfðingja til greina, en hann hafði mótmælt þessu ákvæði
eins og fyrr segir. Síra Jakob Guðmundsson studdi þessa
breytingartillögu. Síðan töluðu Skúli Þorvarðarson og Sig-
hvatur Árnason, og voru ræður þeirra að efni til mjög á
sömu lund sem endurskoðunarmanna fyrr á þinginu. Lands-
höfðingi tók ekki til máls, en í efri deild hafði hann verið
einn um að andmæla stjórnarskrárfrumvarpinu. Jón Péturs-
son tók ekki þátt í umræðum, lét sér nægja að leggja fram
minnihluta álit sitt.
Breytingartillögur nefndarinnar voru samþykktar í einu
hljóði og frumvarpið þannig breytt samþykkt með sjö at-
kvæðum gegn einu og sent aftur forseta neðri deildar. Ekki
var við haft nafnakall, en auðvitað er, að með frumvarpinu
hafa greitt atkvæði þjóðkjörnir þingmenn og Hallgrímur
Sveinsson. Atkvæði hafa greitt átta af tólf þingmönnum efri
deildar, en að vísu hafði forseti ekki atkvæðisrétt.
Stjórnarskrármálið kom til einnar umræðu í neðri deild
27. ágúst, sem var þingslitadagur. Benedikt Sveinsson sagði
það sannarlegt gleðiefni, hvernig efri deild hefði tekið þessu
frumvarpi. Hún hefði engar efnisbreytingar gert, sem telj-
andi væru, en orðabreytingar margar, sem allar mætti telja
til bóta og málsfegurðar. Hann sagði, að hvorki sér né öðr-
um þingmönnum mundi koma það á óvart, að vér ef til vill
ættum örðuga leið fyrir höndum áður en frumvarpið næði
staðfestingu konungs, en kvaðst hafa þá óbifanlegu sannfær-
mgu, að nú mundi þó loksins fara „að halla undan fæti“
fyrir oss Islendingum, því að vér hefðum sannarlega með
oss menntunar- og þjóðfrelsisstraum tímans, hvort sem vér
litum oss nær eða fjær. „Og verði leiðin oss óglögg og tor-
sótt“, sagði Benedikt, „þá látum oss bregða upp blysi von-
arinnar, látum oss heita sverði sannleikans".
Tryggvi Gunnarsson kvaðst nú greiða atkvæði móti stjórn-
arskrárfrumvarpinu, þó að hann hefði greitt atkvæði með
því fyrr, til þess að það gæti orðið rætt í báðum deildum,
onda hefði hann jafnframt lýst yfir því, að hann væri á
móti stefnu frumvarpsins. Ástæður hans á móti því voru að
miklu leyti hinar sömu sem hann og aðrir höfðu áður hald-