Skírnir - 01.01.1966, Qupperneq 118
116
Björn K. Þórólfsson
Skímir
ið fram, en nú talaði hann sérstaklega um það, að vald
stjórnarinnar yrði of mikið, ef frumvarpið yrði að lögum.
Á Þingvallafundinum hefðu menn viljað auka innlent vald
með því að gera þingið sterkara, viljað rýra þann helming
löggjafarvaldsins, sem væri í hendi konungs, með því, að
hann mætti ekki neita samþykki laga oftar en tvisvar.
Tryggvi sagðist ekki vera með frestandi synjunarvaldi, en
þó hneigjast miklu fremur að því að gera þingið sem sterk-
ast en hinu, að draga meira vald í hendur stjómarinnar,
enda þótt hún væri í landinu sjálfu. Hann lauk ræðu sinni
með þessum orðum: „Það, sem ég vil, er aukið vald lands-
höfðingja og sérstakan ráðgjafa, óháðan áhrifum danska
stjórnarráðsins. Héraðsstjórn og þingstjórn vil ég auka og
gera sem kröftugasta; en ég vil ekki auka vald landstjóm-
arinnar gagnvart þinginu. Þvi, sem stríðir móti þessu, er ég
mótfallinn.“
Halldór Kr. Friðriksson talaði einnig gegn stjómarskrár-
frumvarpinu og sagði meðal annars, að það sýndi ekki hina
innilegu þegnlegu ást til konungs, sem sí og æ væri verið
að tala um, að Islendingar hefðu, þar sem hann ætti nú í
vök að verjast vegna deilnanna í Danmörku. Halldór skoraði
á forseta að viðhafa nafnakall um frumvarpið, svo að sjá
mætti, hverjir það væm, sem vildu leggja „þennan mikla
kostnað á þjóðina og ef til vill spilla fyrir haganlegum breyt-
ingum á stjórnarfyrirkomulagi voru“.
Benedikt Sveinsson taldi enga tryggingu vera fyrir því, að
það fengist fremur, sem Tryggvi Gunnarsson vildi, en hitt,
sem farið var fram á í stjórnarskrárfrumvarpinu. „Það er
steinn í götu á þeirri leið, sem hann vill halda“, sagði Bene-
dikt, „og þessi steinn er sambandið milli hins núverandi ráð-
gjafa og ríkisráðs Dana“. Ræðu sinni, sem var síðasta ræðan
í stjórnarskrármálinu á Alþingi 1885, lýkur Benedikt þannig:
„Að lyktum skal ég nú veita hinum háttvirta fyrra þing-
manni Suður-Múlasýslu (Tr.G.) þá huggun, að ef stjórnin
vildi nú vera svo vitur, lítillát og ráðþægin að fara eftir
ráðum hans með stjórnarbótina, þá er hún ekki útilokuð frá
að leggja fyrir næsta Alþingi frumvarp til endurskoðaðra