Skírnir - 01.01.1966, Blaðsíða 119
Skírnir
Þingvallafundur 1885 og benediskan
117
stjórnarskipunarlaga, sem sýni, að hún hefir betra, þjóðlegra,
frjálslegra og kostnaðarminna stjórnarfyrirkomulag að bjóða
oss Islendingum en þetta, sem frumvarpið fer fram á. Það
skyldi gleðja mig, ef þingið nú yrði orsök til þess, að stjórnin
kæmi með nýtt frumvarp fyrir næsta þing, sem hefði þessa
kosti til að bera, og að hún mætti þannig Alþingi á miðri
leið, sem hún hefði átt að gera fyrri. Meira að segja: Ef
stjórninni líkar ekki þetta frumvarp, þá er hún knúð til að
koma með annað, sem er betra, svo framarlega sem hún
uppfyllir skyldu sína; og þannig er það svo langt frá því,
að þetta frumvarp sé því til fyrirstöðu, að vér fáum betra
stjómarfyrirkomulag, — að það er þvert á móti sterkasta
hvöt fyrir stjórnina að gefa þessu máli gaum í þá átt að
koma fram með annað og betra frumvarp, það er að segja,
ef henni líkar ekki þetta; og þetta atriði ætti aftur að vera
sterkasta hvöt, jafnvel fyrir andmælendurna, að greiða at-
kvæði einmitt með frumvarpinu".
Stjórnarskrárfrumvarpið var samþykkt að við höfðu nafna-
kalli með 17 atkvæðum gegn 5. Nei sögðu: Halldór Kr. Frið-
riksson, Arnljótur Ólafsson, Tryggvi Gunnarsson, Þorkell
Bjarnason og Þorsteinn Thorsteinsson. Jón Ólafsson mun
hafa verið fjarstaddur.
Stjórnarskrármálinu var lokið á Alþingi 1885 með mikl-
um sigri endurskoðunarmanna. Frumvarp þeirra var sam-
þykkt með 7+17 atkvæðum, og sá þingmaður, sem fjarstadd-
ur mun hafa verið, þegar atkvæði voru síðast greidd í neðri
deild, var eindreginn fylgismaður þeirra. Frumvarpi þeirra
fylgdu þá 25 alþingismenn af 36. Forsetar þingdeildanna,
Grímur Thomsen og Pétur biskup Pétursson, höfðu ekki at-
kvæðisrétt á deildafundum, en rangt mundi að telja þá til
meirihlutans.
Grundvöllur þess stjómarskrárfrumvarps, sem samþykkt
var á Alþingi 1885, var hin svo nefnda landstjórakrafa.
Farið var fram á það, að landstjóri búsettur hér á landi yrði
í sérmálum landsins handhafi konungsvalds og að miklu leyti
staðgöngumaður konungs. Islenzk sérmál áttu alls ekki að