Skírnir - 01.01.1966, Page 121
Skirnir
Þingvallafundur 1885 og bcnediskan
119
framgengt, hefur verið ráðgjafastjórn, sem væri með öllu
óháð ríkisráði Dana. En frá þeirri kröfu, að stjórn íslenzkra
sérmála væri óháð ríkisráði Dana, máttu Islendingar að skoð-
un Benedikts alls ekki hvika. Hún var ófrávíkjanlegt kjarna-
atriði stefnu hans. Þetta atriði mat hann meir en allt annað,
sem endurskoðunarmenn börðust fyrir, þó að hann teldi einn-
ig miklu skipta, að æðsta stjórn sérmála vorra hefði aðsetur
sitt í landinu sjálfu. Óvíst er, hve margir af fylgismönnum
Benedikts hafa hugsað eins og hann að þessu leyti. Á Alþingi
1885 má segja, að hann einn hafi talað um ríkisráðsmálið,
nema ef Tryggvi Gunnarsson hefur átt við það, þegar hann
sagðist vilja, að ráðgjafinn væri óháður hinu danska stjórnar-
ráði. Tii þess að ráðgjafinn yrði óháður rikisráði Dana, taldi
Benedikt þurfa nýja stjórnarskrá, þó að ekkert væri um ríkis-
ráðssetu fslandsráðgjafa í stjómarskránni 1874 af þeirri
ástæðu, að höfundar hennar töldu sjálfsagt, að hann sæti í
ríkisráðinu eins og hver annar danskur ráðgjafi.
Það mun rétt, sem Odd Didrichsen segir í ritgerð sinni
„Upphaf kröfunnar um þingræði á fslandi“ i Sögu 1961, að
Benedikt Sveinsson hafi ekki hugsað um þingræði 1885, þó
að hann yrði því mjög fylgjandi síðar. Sama mun vera að
segja um allan þorra fylgismanna hans á Alþingi 1885. Þeir
munu ekki hafa gert ráð fyrir þingræði, þó að stjórnin yrði
innlend. Enginn þingmanna hafði beinlínis sett fram kröfu
um þingræðisstjórn nema Jón Ólafsson, en sama hugsjón hef-
ur vakað fyrir Jóni á Gautlöndum. Jón Ólafsson hafði sér-
skoðanir að ýmsu leyti, eins og Odd Didrichsen segir nokkuð
af i ritgerð þeirri, sem nú var getið.
Eins og getið er hér að framan deildu endurskoðunarmenn
og andstæðingar þeirra meðal annars um það, hvort stjómar-
skrárfrumvarp Alþingis 1885 gengi ekki lengra í sjálfstæðis-
kröfum eða í skilnaðarátt frá Danmörku en stjórnarskrár-
frumvarp eða aðaluppástunga Alþingis 1873. Að vísu munu
landstjóranum ekki hafa verið ætluð minni völd í innan-
landsmálum í frumvarpinu 1885 en jarlinum í frumvarpinu
1873. En á þessum frumvörpum var annar munur. Sam-
kvæmt stjórnarskrárfrumvarpinu 1873 átti það að vera kom-