Skírnir - 01.01.1966, Síða 122
120
Björn K. Þórólfsson
Skírnir
ið undir samkomulagi milli Danmerkur og Islands, hver mál,
önnur en konungur og konungserfðir, skyldu vera sameigin-
leg mál landanna. Slíkt samkomulag átti að vera grundvöllur
sambandsins, en þar með mundi það gert að einhvers konar
rikjasambandi. Aftur á móti var frumvarp Alþingis 1885
bundið við sérmálasviðið eins og það var afmarkað í stöðu-
lögunum, þó að ekki væri til þeirra vitnað í frumvarpinu.
Gert var ráð fyrir þeirri einni útfærslu sérmálasviðsins, að
æðsta dómsvald í íslenzkum málum yrði flutt hingað til lands,
þó þannig, að til þess mundi þurfa lög, sem ekki einungis
Alþingi, heldur einnig rikisþing Dana samþykkti. Enda stað-
hæfði Benedikt Sveinsson, að Island yrði óaðskiljanlegur
hluti Danaveldis eftir sem áður, þó að frumvarp endurskoð-
unarmanna yrði að stjórnarskrá. Á þann mun þessara tveggja
frumvarpa, sem nú var getið, var ekki bent á Alþingi 1885,
enda má heita, að sameiginlegu málin væru varla nefnd á
því þingi.
Þar sem Benedikt segir í síðustu umræðu stjómarskrármáls
á þingi 1885, að vér höfum straum tímans með oss, mun
hann sérstaklega eiga við sigur vinstrimanna í Noregi 1884,
þegar Sverdrup myndaði þar hreina vinstristjórn, og þróun-
ina í löndum Breta, sem voru tekin að breytast úr nýlend-
um í samveldislönd. Sigur vinstrimanna i Noregi mun hafa
haft mikil áhrif hér á landi, og átt nokkurn þátt í því að
herða Islendinga til sóknar í sjálfstæðismáli sinu.
Eins og fyrr segir var krafa um sérstakan verzlunarfána
fyrir Island einn liður í ályktun Þingvallafundarins 1885 um
sjálfstæðismálið. Alþingismönnum mun hafa verið ljóst, að
hvorki væri vænlegt til árangurs né heppilegt að öðru leyti,
að þingið gerði þetta að sinni kröfu, en samt hefur ekki þótt
rétt að láta málinu óhreyft með öllu. Jón Sigurðsson flutti
fyrir hönd stjórnarskrárnefndar neðri deildar frumvarp til
laga um þjóðfána fyrir Island. Gerð fánans var ákveðin í
frumvarpinu og Benedikt Gröndal málaði flaggið eftir uppá-
stungu nefndarinnar.1) Jón Ólafsson benti þegar á, að mál-
D Sbr. Islenzki fáninn, Reykjavik 1914, bls. 13—14.