Skírnir - 01.01.1966, Page 123
Skirnir
Þingvallafundur 1885 og benediskan
121
ið væri lítt í garðinn búið, því var vísað aftur til stjórnar-
skrárnefndar og ekki meira í málinu gert á því þingi.
Tvö af málum Þingvallafundarins, bankamálið og prest-
kosningamálið, hafði stjórnin þegar tekið að sér. Nokkuru
fyrir fundinn hafið verið sagt frá því í blöðum, að stjórnar-
frumvörp um þessi mál mundu verða lögð fyrir Alþingi, og
hlýtur fundarmönnum að hafa verið það kunnugt.
Stjórnarfrumvarpið um stofnun landsbanka var samþykkt
á Alþingi mótatkvæðalaust með litlum breytingum. Það mun
hafa verið samið í þjóðbanka Dana (Nationalbanken), auð-
vitað samkvæmt ráðstöfun Islandsráðgjafa. Tryggvi Gunn-
arsson sagði, að þetta mál mundi ekki hafa náð fram að ganga
á Alþingi, ef frumvarpið hefði ekki komið frá stjórninni.
Ber að viðurkenna það, að Nellemann hefur vikizt vel undir
þetta mikla framfaramál Islendinga. Lögin um stofnun lands-
banka voru staðfest af konungi 18. september 1885, og bank-
inn var opnaður 1. júlí 1886.
Eins og fyrr segir hafði lögum frá Alþingi um prestkosn-
ingar tvivegis verið synjað staðfestingar. En nú lagði stjórn-
in fyrir þingið frumvarp til laga um hluttöku safnaða í veit-
ingu brauða. Söfnuðum skyldi veittur réttur til að kjósa presta,
þó heldur minni en verða átti eftir lagafrumvörpum þing-
anna 1881 og 1883. Alþingi samþykkti stjórnarfrumvarpið
nreð nokkurum breytingum, og var það staðfest af konungi
8. janúar 1886.
Af öðrum málum, sem Þingvallafundurinn skoraði á Al-
þingi að hrinda fram, er fyrst að nefna landsskólamálið.
Þingið 1885 hvarf frá hugmyndinni um landsskóla, og var
það mjög á móti vilja Benedikts Sveinssonar, sem vildi halda
fast við lagafrumvarp þingsins 1883. Nú samþykkti þingið
!ög um stofnun lagaskóla. Þeim var synjað staðfestingar af
konungi 8. júní 1887.x)
Um amtmannaembættin samþykkti neðri deild Alþingis
þingsályktun, sem fór fram á það, að þau yrðu lögð niður
3) Sbr. ráðgjafabréf til landshöfðingja 13. júní 1887, Stjórnartíðindi
!887, B-deild, bls. 82—83.