Skírnir - 01.01.1966, Page 124
122
Björn K. Þórólfsson
Skírnir
svo fljótt sem unnt væri. Svo sem kunnugt er, varð þessi
þingsályktun árangurslaus.
Alþýðumenntunarmálið hlaut einkennilega meðferð á Al-
þingi. Neðri deild samþykkti þingsályktun þess efnis að skora
á stjórnina að setja fimm manna nefnd milli þinga til að
íhuga og gera uppástungur um, hvað gera skyldi af löggjafar-
valdsins hálfu til að efla menntun almennings hér á landi.
Síðar á þinginu samþykkti efri deild þingsályktun samhljóða
ályktun neðri deildar, en stílaða frá öllu þinginu, og var hún
því send neðri deild, eftir að efri deild hafði samþykkt hana,
en nú var hún felld í neðri deild. Nefndin, sem farið var
fram á að stjórnin skipaði, var ekki skipuð.
Um takmörkun á vínsölu samþykkti efri deild frumvarp
til laga, en það var fellt í neðri deild.
Alþingi 1885 samþykkti lög um utanþjóðkirkjumenn, og
voru þau staðfest af konungi 19. febrúar 1886.
Þar sem Alþingi hafði samþykkt frumvarp til nýrrar stjórn-
arskrár, var þingið samkvæmt 61. grein stjórnarskrárinnar
1874 rofið með opnu bréfi 2. nóv. 1885 og ákveðið með bréfi
sama dags, að kosningar skyldu fara fram á tímabilinu 1. til
10. júní 1886 og aukaþing skyldi koma saman 28. júlí. Þetta
var fyrsta þingrof undir stjórnarskrá og annað í sögu Al-
þingis. Ráðgjafarþingið hafði verið rofið 1869.1)
Sama dag og opna bréfið um þingrof var gefin út konung-
leg auglýsing til Islendinga um það, að konungur gæti alls
ekki staðfest stjórnarskrárfrumvarp Alþingis, enda þótt vænt-
anlegt aukaþing kynni að samþykkja það á ný. Ástæður fyr-
ir þessu voru að miklu leyti hinar sömu sem landshöfðingi
og aðrir andstæðingar endurskoðunarinnar höfðu haldið fram
á Alþingi. Þó var í auglýsingunni lögð áherzla á það atriði,
sem þeir höfðu varla nefnt, að tilvitnanir stjórnarskrárinnar
1874 til stöðulaganna voru felldar niður í frumvarpi Alþingis.
Talin var hætta á, að ef staðfest yrði stjórnarskrá með niður-
fellingu þessara tilvitnana, mundi það styrkja þann skilning
x) Sbr. Páll Eggert Ólason: Jón Sigurðsson 4. bd., bls. 427—31.