Skírnir - 01.01.1966, Síða 127
Skírnir
Þingvallafundur 1885 og benediskan
125
Sigurði Jónssyni, síra Sigurði Stefánssyni og Þorvarði Kjerulf
frumvarp síðasta Alþingis óbreytt.
Frumvarpið kom til fyrstu umræðu í neðri deild 30. júlí,
og var kosin sjö manna nefnd í málið. Kosningu hlutu Sig-
urður Jónsson með 22 atkvæðum, Benedikt Sveinsson með 21
atkvæði, síra Sigurður Stefánsson með 19 atkvæðum, Þor-
varður Kjerulf með 18 atkvæðum, síra Lárus Halldórsson og
sira Þórarinn Böðvarsson báðir með 17 atkvæðum og Einar
Thorlacius með 16 atkvæðum. Formaður og framsögumaður
nefndarinnar var Benedikt Sveinsson. Nefndin réð óskipt
þingdeildinni til að samþykkja stjórnarskrárfrumvarp síðasta
Alþingis öldungis óbreytt.
Landshöfðingi flutti þinginu sama boðskap sem Alþingi
hafði áður fengið frá stjórninni og áréttaður var með nóvem-
berauglýsingunni. Það munaði mestu, að Magnús var harð-
skeyttari en forveri hans í embættinu. Má segja, að um hörku
í málflutningi hafi ekki hallazt á með Magnúsi og Benedikt
Sveinssyni, þó að þeir væru að öðru leyti næsta ólíkir í flutn-
ingi mála. í neðri deild var Benedikt sverð og skjöldur end-
urskoðunarmanna, en auk hans töluðu með frumvarpi þeirra
ýmsir þingmenn úr stjórnarskrárnefnd og utan hennar. Grím-
ur Thomsen studdi einn ræðumanna málstað landshöfðingja
og flutti margar breytingartillögur við frumvarpið, sem fylg-
ismönnum þess gazt ekki að. Ein af tillögum Gríms var um
breytingu á eða viðauka við 71.grein stjórnarskrárfrumvarps
Alþingis 1885, en hún var að efni til samhljóða 61. grein
stjórnarskrárinnar 1874. 1 þessum greinum var það ákvæði,
sem enn er í stjórnarskrá íslands, að Alþingi skuli rjúfa og
stofna til nýrra kosninga, ef báðar deildir þess samþykkja
stjórnarskrárbreytingu. Þessu vildi Grímur breyta þannig, að
þing skyldi því aðeins rjúfa, að stjórnin vildi styðja málið.
Hann rökstuddi tillöguna þannig, að óheppilegt væri að stofna
þyrfti til nýrra kosninga um leið og yfir því væri lýst, að
hvorki frumvarpið til stjómarskipunarlaga sjálft né stefna
þess yrði samþykkt af stjórninni. Grímur benti á ákvæði um
sams konar efni í grundvallarlögum Dana, sem voru eins og
hann lagði til, að þau yrðu hér, og hélt því fram, að orðalag