Skírnir - 01.01.1966, Blaðsíða 128
126
Björn K. Þórólfsson
Skímir
61. greinar stjórnarskrárinnar 1874 mundi vangá að kenna.
Þessari tillögu Gríms andmælti Benedikt Sveinsson mjög
harðlega. Hann sagði, að í henni lægi bein útilokun frá því,
að nokkum tíma yrðu gerðar breytingar á stjórnarskránni nema
eftir náðarsamlegri velþóknan stjórnarinnar. „Þessu baneitr-
aða þjóðarmeini vill þingmaður Borgfirðinga sá í hina endur-
skoðuðu stjórnarskrá", sagði Benedikt. „Nú vill hann allt svo
allt í einu hörfa langt til baka og á hæl fyrir gjörræðisfullri
og afturhaldssamri stjórn og nema burt þetta gullkorn, sem
er hið bezta í stjórnarskrá þeirri, sem nú gildir“. Enn fremur
segir Benedikt: „Væru þessi orð (tillaga Gríms) sett inn i
stjórnarskrána, þá væri ég á móti öllum stjómarskrárbreyt-
ingum, hverjar svo sem þær væru“. Sú tillaga Gríms, sem
hér um ræðir, var felld með 22 atkvæðum gegn einu.
1 sömu ræðu deildi Benedikt á Grím fyrir að halda fram
takmörkun á synjunarvaldi konungs eða frestandi synjunar-
valdi, en mótmælum Benedikts gegn því var í raun og veru
beint gegn fylgismönnum hans sjálfs, sem sumir voru þeirri
hugmynd hlynntir, þó að þeir kæmust ekki upp með hana
fyrir Benedikt. Grimur mun hafa ætlað að bera fram tillögu
um frestandi synjunarvald landstjóra, en hætti við það að eig-
in sögn, er Benedikt hafði sýnt honum frumvarp endurskoð-
unarmanna til ráðgjafaábyrgðarlaga. 1 greinum í Isafold
hafði Grimur lagt til, að landstjóri hefði frestandi synjunar-
vald. Þar sem nú Grímur hafði um þetta talað, greip Bene-
dikt tækifærið að þylja yfir honum reiðilestur í staðinn fyrir
að ráðast beint gegn fylgismönnum sínum. Orð Benedikts
voru mörg og ekki mjúk, en mergurinn málsins var sá, að
ef Alþingi hefði samþykkt stjómarskrárákvæði um frestandi
synjunarvald konungs, þá hefði þingið farið langt út fyrir
verksvið sitt, og þá hefði það alls ekki verið rofið, því að svo-
felld uppástunga hefði legið langt fyrir utan ákvæði 61. grein-
ar stjómarskrárinnar 1874.
Ég hef borið þessa lögskýringu Benedikts undir prófessor
Ármann Snævarr, og telur prófessor Ármann hana tvímæla-
laust rétta. Það sýndi sig síðar, að 61. grein stjórnarskrárinn-
ar 1874 var dönsku hægristjórninni ekki geðfelld, og er meira