Skírnir - 01.01.1966, Page 130
MAGNÚS MÁR LÁRUSSON:
FRÆNDSEMIS- OG SIFJASPELL.
Mjög ber á hugtakinu „incestus“ í sögu kirkjunnar á mið-
öldum, og hefur það haft víðtæk áhrif á sviði félagsfræðinnar.
Hugtakið „incestus" í hinni víðtæku merkingu há- og síðmið-
alda hefur ekki fengið íslenzkt heiti, er nær yfir jafnvítt svið
og það gerði í ritum kirkjuréttarfræðinganna á þeim tímum.
Latneska heitið merkir nánast ósiðlæti. En heitið er haft
um afbrot, sem verður til við það, að ákveðinna fyrirmæla
um tálmanir hjúskapar er ekki gætt í sambandi við stofnun
sambúðar karls og konu. Lögin greina á milli þess, hvort
sniðgengnar hafa verið tálmanir þær, sem gilda um hjúskap
skyldmenna, og nefnist afbrotið þá frændsemisspell. Sé um
brot að ræða á tálmunum þeim, sem gilda um hjúskap tengdra,
nefnist afbrotið sifjaspell, sjaldnar sifjaslit. 1 þriðja lagi getur
afbrotið orðið til við það, að sniðgengnar eru reglur þær, er
gilda um andlegt samband og þá skyldleika guðsif ja, og nefnist
afbrotið þá guSsifjaspell, sé stofnað til óleyfilegrar sambúðar
karls og konu, sem guðsifjamar ná til. Samheiti á afbrotum
þessum er ekkert. Það er einnig ljóst, að heitin hór og hór-
dómur geta ekki verið notuð samkvæmt framangreindri skil-
greiningu, þar sem þau eru heiti á afbroti því, er nefnist adul-
terium, þ. e. skírlífisbrot karls og konu í hjónabandi með öðr-
um aðila utan þess, án þess að um „incestus“ sé að ræða.
Það er eftirtektarvert, að Kristinn réttur forni frá því um
1122—32, hefur ekki inni að halda ákvæði um hjúskapar-
tálmanir. Ákvæða þeirra er að leita í hinum hluta Grágásar
eða í hinum verzlega rétti. Það er eðlilegt, því að vænta mátti,
að kristnitakan árið 1000 mundi fljótlega leiða til þess, að
færð væru í lög ákvæði um, hverjar reglur gætu hindrað
löglega hjúskaparstofnun og væm þær þá sem mest sniðnar