Skírnir - 01.01.1966, Síða 131
Skírnir
Frændsemis- og sifjaspell
129
eftir þeim kröfum, sem kirkjan gerði til siðgæðis. Ef til vill
er leyfilegt að ætla, að hinar nýju reglur hafi komið í stað
einhverra eldri reglna. Það er mjög óljóst, hvort svo hefur
verið, þar sem engin eldri fyrirmæli úr heiðni hafa varðveitzt
á Norðurlöndum né vitáð til þeirra. Af goðsögnum er þó ljóst,
að einhver mörk hafi verið sett fyrir því, hve náin skyldmenni
máttu saman búa, þótt ekki séu þau skilgreind. Freyr og
Freyja voru börn Njarðar og systur hans, en það varð, er
Njörður var með Vönum. Þá átti hann systur sina, því að
það voru þar lög. En það var bannað með Ásum að byggja
svo náið að frændseminni, segir í Heimskringlu. Þetta virðist
íriega heimfæra einnig til þeirra manna, er tignuðu Æsi. f
sögn þessari kemur fram það, sem alkunna er úr hugmynda-
heimi fornaldar, að afsprengi svo náinna frænda er goðmagnað
eða afar öflugt. tJr norrænum sögum mætti nefna Hrólf kraka,
sem faðir hans, Helgi, gat með dóttur sinni Yrsu — án þess
þó að vita frændsemina, er á milli þeirra var. Var verknaður
þessi hefnd móður Yrsu. Or germönskum sögum mætti nefna
Sinfjötla, son tvíburanna Signýjar og Sigmundar. Hún hafði
stofnað til samfaranna af ráðnum hug, til þess að sá kæmi
fram, sem væri nógu öflugur til að hefna ættarinnar, en
sjálf gaf hún sig á vald dauðans, þar sem hún gat ekki lifað
smánina vegna þessa verknaðar.
Dæmi þessi segja ekki svo mikið, enda eru þau sótt í
efnivið, þar sem gætir almennra erfða-hugmynda. Þó virðist
augljóst, að sú beina kynkvísl, linea recta, hafi hjúskapar-
tálmun í sér fólgna.
Ef til vill er gerlegt að benda á aðra leið til að afla sér
vitneskju um atriði þetta, hversu náið má byggja að frænd-
semi. 1 Baugatali Konungsbókar Grágásar er ef til vill heimild
falin, sem lotið gæti að þessu. Baugatal í þeirri gerð, sem
þar er, er varla upprunalegt. Það kemur svo fyrir sjónir, að
á því hafi einhvern tíma verið gerðar breytingar og bóta-
skyldan að nokkru víkkuð. Hin upphaflega bót er sennilegast
baugarnir fjórir, sem greiddir eru til skyldmenna að og með
2. lið að skyldleikatali germansk-kanónisks tals. Skyldmennin
eru þessi: Faðir, sonur, bróðir; föðurfaðir, sonarsonur, móður-
9