Skírnir - 01.01.1966, Blaðsíða 132
130
Magnús Már Lárusson
Skírnir
faðir, dóttursonur; föðurbróðir, bróðursonur, móðurbróðir,
systursonur; bræðrungur, systkinasynir, systrungar.
Ætthringur þessi stendur skýrt afmarkaður í Baugatali, og
kemur það að vísu heim við Völuspá, þar sem segir:
munu systrungar
sifjum spilla.
Hendingar þessar má túlka sem spell á sif jum í merkingunni:
tengdir, en á hinn bóginn kemur, að því er virðist, einnig
mjög svo til greina skyldleikinn, sbr. atviksorðin karlsift og
kvensift. Það virðist sem svo, að þið óheyrilega í þessu ósið-
læti sé „incestus“, frændsemis- og sifjaspell. Og ættu mörkin
fyrir leyfilegri samgöngu karls og konu að vera utan 2. lið-
ar skyldleika.
Þessi mörk eru í fullu samræmi við alemaniskan og baiu-
variskan þjóðarrétt, þar sem segir: Filii fratrum, filii sororum
inter se nulla praesumptione iugantur, þ. e. að systkinabörn
megi ekki undir nokkrum kringumstæðum eigast. Ákvæði
þetta er frá tímum þjóðflutninganna miklu eða 3—400 árum
eldra en íslands byggð og hefur tíðkazt meðal Germana
þessara, sem nefndir voru. Um það má svo deila, hvort regla
þessi sé upphaflega germönsk eða innkomin vegna t. d. róm-
verskra áhrifa. Það er annað mál. Það er þó eftirtektarvert,
að Rómverjum komu Germanir fyrir sem gæddir óvenju-
miklu siðgæði, ekki minnst að því er varðaði samband karls
og konu.
Þessi mörk virðast enn fremur fá stuðning af því, að hvorki
Landnáma né Flóamannasaga sjá nokkuð hneykslanlegt við
hjúskap þeirra Hjörleifs og Helgu Arnardóttur, sem skyld
voru í 3. lið; áttu bæði Hrómund Gripsson fyrir langafa.
Mörk þessi virðast eingöngu bundin við skyldleika, því
að um tengdir kemur það fram, að Þórdís Súrsdóttir giftist
Berki inum digra, bróður fyrri bónda síns, Þorgríms Þor-
steinssonar, að honum látnum, og Hámundur heljarskinn
kvæntist fyrst Ingunni Helgadóttur og að henni látinni syst-
urinni Helgu. Þorsteinn rauður var kvæntur systur Helga
magra, bónda móðursystur sinnar.