Skírnir - 01.01.1966, Síða 133
Skirnir
Frændsemis- og sifjaspell
131
Að vísu er það svo, að almenna reglan um frændsemi segir
hana ná að og með 5. lið, og gildir það t. d. um heildar-
bótaskylduna í Baugatali. Hins vegar kemur fram í ýmsum
akvæðum, að frændsemi þurfi að vera nánari til þess að
undanþiggja mann frá ýmsum lagaskyldum gagnvart ættingja.
I lögum um frændaskömm ca. 996 gildir undantekningin að
og með 3. lið, og sama gildir um dómruðning, sem i Jónsbók
er færð til 4. liðar. I ákvæðum Grágásar um dómruðning
kemur reyndar fram, að tengdir í 1. lið eru settar jafnt skyld-
leikanum í 1.—3. lið. Af þessu kemur í ljós, að viss skil hafi
verið í ættarsambandinu um 3. lið, sem er atriði, er aftur
verður drepið á síðar.
1 þessu sambandi mætti benda á það, að gagnger rannsókn
á giftingarvenjum í heiðni samkvæmt hinum varðveittu ættar-
tölum myndi vafalaust leiða margt óvænt i ljós. Gildir það
reyndar einnig um venjur eftir kristnitöku.
Um andlegan skyldleika virðist ekki geta verið að ræða í
heiðni sem hjúskapartálmun, ekki sízt þegar þess er gætt, að
tækniorðið sjálft: guðsifjar, virðist tekið úr engilsaxnesku.
Er kristnin hafði verið lögtekin, komu í kjölfar þess nýjar
siðgæðisvenjur, sem hafa verið mönnum næsta örðugar í
framkvæmd framan af.
Reglur kirkjunnar um tálmanir á hjúskap skyldmenna höfðu
skapazt vegna áhrifa Rómarréttar, laga Rómaveldis. Á 8.
°g 9. öld höfðu þær verið auknar, svo að þær náðu til 7. liðar.
Ástæðan fyrir því er ekki Ijós. Ef til vill var þessi víkkun
með ráði gerð til þess að koma í veg fyrir venju Germana
að kvænast innan ættboga. Ef til vill hefur talnadulræna
haft einhver áhrif, a. m. k. leggur Leó páfi III mikið upp úr
lölunni 7 sem heilagri í bréfi einu. Fræðimenn voru þó ekki
á einu máli um gildi þessa. Hrabanus Maurus (f 856) taldi
nóg að hafa 5. lið sem skil, en aðrir, svo sem Pseudo-Isidor
°g Benedictus Levita, voru fylgjandi víkkuninni. Meirihluti
heimilda telur þó liðina 5.—7. fela í sér einungis bann, en
ekki að sambúðin sé óhafandi ósiðlæti.
Mikilvægara var reyndar nýtt viðhorf til tengdanna. Var
litið svo á, að hjón væru eitt hold, una caro, réttarlega, og