Skírnir - 01.01.1966, Side 134
132
Magnús Már Lárusson
Skimir
kemur þetta fyrst fram á Rómarfundinum 721. Með því
eru þá skyldmenni beggja tengd saman í eitt. Það hafði þá í
för með sér, að skyldleikinn, consanguinitas, var lagður að
jöfnu við tengdir, affinitas, sem þá verða að cognatio.
Þetta hafði víðtækar afleiðingar í för með sér. T. d. gerði
það ómögulegt, að maður mætti kvænast systur bróður konu
sinnar. Slík sambúð var þá orðin „incestus“. Þegar á 8. öld
hefur hugtakið una caro í för með sér, að barneign gat orðið
að hjúskapartálmun, svonefnd affinitas illegitima. Hún er
antiecedans, hafi hún átt sér stað, áður en hugsað er til hjú-
skaparstofnunar með aðila skyldum hinum innan marka þeirra,
sem reglurnar setja um cognatio. Ef um hjúskaparbrot var
að ræða, er affinitas þessi superveniens og séu aðilar skyldir
innan marka reglna um cognatio er imi „incestus“ að ræða.
Afleiðing af þvi varð sú, að kirkjufundirnir í Verberie (758
eða 68) og Compiégne (757) ályktuðu, að hjúskapur aðila
væri þar með leystur upp, sbr. heitið sifjaslit. Þetta viðhorf
hverfur þó á s. hl. 12. aldar. 1 þessu sambandi má nefna, að
kenning um quasi-affinitas vegna eiginorðs kemur fram, og
staðfestir Bonifacius páfi VIII um 1300, að fyrra eiginorð
ónýtti seinni hjúskap með öðrum aðila.
Andlegur skyldleiki, guðsifjar, kemur fyrst fram hjá Vestur-
kirkjunni á Rómarfundinum 721 sem hjúskapartálmun milli
guðföður og guðmóður. Og þróast svo, að nokkuð víðtækt verði.
Ákvæði Grágásar eru byggð á þessu þrennu: 1. frændsemi,
2. sifjum eða sifskap, 3. guðsifjum, sem skapast í skím og
fermingu.
Til þess að tákna skyldleikann er annars vegar notað í 3.
lið orðasambandið næsta bræðra, svo annarra bræÖra og því-
næst þriSja brœSra. Hins vegar er notuð nýbreytni, þannig
að 3. liður er nefndur: að þriðja manni, eða þrímenningur.
Orðasambandið næsta bræSra eða brœSri o. s. frv., er mjög
athyglisvert. Málvenja þessi finnst, að því er virðist, einvörð-
ungu í íslenzkum heimildum. Þó skal það tekið fram, að um
eina hugsanlega undantekningu gæti verið að ræða, svo sem
frá skal skýrt.
Dæmi fleiri en þau, sem talin eru í orðabók Fritzners