Skírnir - 01.01.1966, Qupperneq 135
Skírnir
Frændsemis- og sifjaspell
133
þekld ég ekki utan eitt, sem er ekki mikilsvirði. Rit þau, þar
sem málvenja þessi kemur fram, eru Grágás, Bjarnar saga
Hítdælakappa, Hrafns saga Sveinbjarnarsonar, Kristnisaga
og Skriftaboð Þorláks biskups. Því kemur málvenja þessi
einnig fram í Skriftaboðum frá 14. öld, eignuðum Jóni bisk-
upi Halldórssyni, en ársettum 1326, að því er haldið er, því
skriftaboð þau eru að langmestu leyti endurstaðfesting á
skriftaboðum Þorláks helga. 1 Helgisögu Ólafs konungs kemur
fflálvenja þessi einnig fram í myndinni nœstabrœðrungr, og
haft um skyldleika Ásláks Fitjaskalla við Erling Skjálgsson.
I þeirri mynd kemur hugtakið einnig fram í Baugatali, Grg.
Ia 201, en fyrst virðist skrifarinn þó hafa ritað brdSrar. Víst
er, að Helgisagan hefur ekki borizt til Islands í þeirri mynd,
sem hún liggur fyrir í Cod. Delag. 8 fol. Hins vegar virðist
einnig fullvíst, að gerðin byggir m. a. á íslenzkum heimildum.
Vafinn um dæmið, að íslenzkt sé, virðist ekki geta verið mjög
mikill.
Vandi er nokkur að segja til með vissu, að málvenja þessi
sé úr heiðni. Þó virðist það eðlilegast, þar sem það er haft í
Baugatali. Þá er og eðlilegt að álykta með Vilhjálmi Finsen,
að innsti ættboginn hafi verið nefndur bræður, þ. e. 1. og 2.
liður. Og með því móti mætti enn leggja áherzlu á áður sagt
um mörk hjúskapartálmana í heiðni. Þá mætti gera sér í
hugarlund, að ættbálkur hver eða tribus, ef svo mætti nefna,
hafi verið myndaður af ættbogum eða clans, enda virðast
ýmsar hegningar til forna á Norðurlöndum, svo sem grýting,
benda til lítilla hópa, sem hafa haft sameiginleg hagsmunamál.
1 ljósi þessa mætti þá túlka hendingar Völuspár: BrœSr munu
berjask ok at bqnum verSask, sem gerupplausn innsta ætt-
bogans.
Sé þetta ekki skýringin á málvenju þessari, verður að grípa
til þess að telja hana séríslenzka nýbreytni, runna frá ein-
hverjum lærðmn kanónista, kirkjuréttarfræðingi, tólftu aldar,
sem myndað hefur „mnemótekniskt“, liðfellt orðasamband.
Grágás skilgreinir frændsemisspell sem frændsemisspell ið
meira, er verður til við samband karls og konu, er skyld eru
1 3. lið eða nær, og er hegningin skóggangur eða harðasta