Skírnir - 01.01.1966, Síða 137
Skírnir
Frændsemis- og sifjaspell
135
formi privilegium í eitt skipti fyrir öll. En þá ber einnig að
taka fram, að almennar reglur um privilegium andstætt
dispensatio verða ekki fullmótaðar fyrr en á 13. öld og til
forna hét hvort tveggja reyndar leyfi eða lof á landi hér. Refsi-
ákvæðin mega þykja hörð, en þau eru mótuð af hinu almenna
refsikerfi, sem er þrískipt: Skóggangur, fjörbaugsgarður og fjár-
sektir. Með hliðsjón af þessu mætti hugsa, að fjárgreiðslurnar
vegna hjónabands í 6.—7. lið, væru nokkurs konar bóta-
greiðslur, um leið og leyfi var veitt. Þetta er þó samtvinnað
vandamálinu um höfuðtíund.
Það virðist vera rétt að halda með Finsen móti Maurer, að
sættast megi við biskup á mál vegna framkominna spella,
enda er það að nokkru í samræmi við almenna reglu fyrir
daga Alexanders III að hvika frá settum reglum, krefijst
almenningsheill þess, ef svo mætti orða. Bannaði biskup
sambúðina og væri boðinu eigi hlýtt, ætti að greiða honum
3 merkur að viðlagðri 3 marka sekt. Virðist margt benda til,
að ákvæðin gætu verið upprunaleg og frá um eða fyrir 1100.
I Staðarhólsbók er nýmæli, sem bannar sætt í málum vegna
skyldleika í 3. lið eða nær eða vegna afskipta af nunnu.
Maurer véfengir textann og vill færa til 5. liðar. Nýmæli
þetta má vera frá því um 1200, í fyrsta lagi, því að þá þegar
hafði Sæmundur Jónsson í Odda getið tvær dætur með
Keldna-Valgerði, sem var honum skyld í 3. lið, en eigi hefur
Sæmundur verið sekur skógarmaður. Rétt er að benda á, að
tálmun gat skapazt við vígslu eftir kenningum skólaspekinnar.
Og er það í raun réttri það, sem t. d. er fræðilega til fyrir-
stöðu, að prestur geti stofnað til hjúskapar.
Að sjálfsögðu gat barneign orðið að hjúskapartálmun, og
er sú fræg, sem verður upphaf Bæjarmála, átaka Þorláks
helga við Högna prest á Bæ í Borgarfirði, sem rakin eru í
Oddverja þætti og skýra sig sjálf.
1 Hungurvöku er skýrt frá, að lögsögumaður hafi átt
mæðgur tvær á dögum ísleifs biskups. Það eru augljós spell,
hvað sem líður heimildargildinu, er Einar Amórsson véfengdi.
Hitt er sennilegast satt, að Isleifur hafi haft mikinn þunga
af því að halda fast fram siðgæðishugsjónum kirkjunnar.