Skírnir - 01.01.1966, Síða 139
Skírnir
Frændsemis- og sifjaspell
137
En spell það, sem til grundvallar liggur, er eins örðugt
viðfangs. Sennilegast er það guðsifjaspell. Klængur biskup
hefur eflaust fermt Þorvald, en Jóra var getin í biskupsdómi
hans, og hafi það gerzt fyrir fermingu Þorvalds, þá er um
skýlaust guðsifjaspell að ræða og í 1. gráðu, enda hugsanlegt,
að barngetnaðurinn hafi átt sér stað eftir ferminguna. Þor-
lákur helgi hefur eins og erkibiskuparnir í Niðarósi kynnzt
kanónístík í París, og vissu þeir vel um umbætur Alexanders
páfa III og strangari framkvæmd hans á hinum almenna
rétti.
Dæmi þessi og önnur frá því á síðari hluta 12. aldar og
fyrri hluta 13. aldar, svo sem t. d. að Stokkhólms-homilíubók
gefur í skyn, að menn hafi í flimtingum ósiðlætið á Islandi
eins og drykkjuskapinn í Noregi, hafa verið notuð til að
sýna almenna spillingu siða frá því, er Jón helgi var og hét
biskup á Hólum. Þetta álit er vafalítið rangt mat á stað-
reyndum. Það er miklu fremur svo, að hinar miklu hugsjónir
kirkjunnar hafa ekki orðið að réttarvitund alþýðu, en smám
saman vinnst þó á.
Kirkjan viðurkenndi loks, að hin stranga regla er tók til
7. liðar væri óframkvæmanleg. Var það ákveðið á Lateran-
fundinum 1215, er tálmunin var látin ná til 4. liðar og auk
þess vitanlega til hinnar beinu kvíslar, linea recta. Ástæð-
an til þess var reyndar félagslegs eðlis. Hinar ört vaxandi
borgir skópu að nokkru flótta úr sveitunum, svo að það reynd-
ist æ örðugra að finna lögleg hjónaefni innan sanngjarnra
vegamarka. Hins vegar veittist hinum nýja borgarmúg erfitt
að henda reiður á ættum sínum, og ekki síður erfitt að fá
sannaðarmenn með sér að bera um ætt og uppruna. Það
var sú algilda regla, einnig hér að lögum, að sanna skyldi
®tt og skyldleika.
Þegar árið 1217 var breyting þessi gerð hér á landi, að
því er Konungs- og Skálholtsannálar skýra frá, en Konungs-
bók Grágásar styður þá tímasetningu. Stendur þetta senni-
fega í sambandi við vígsluför Guttorms erkibiskups, er var
vigður 1215 í Róm, að því er virðist. Hann kom heim 1216
°g vígði það ár Magnús biskup Gizurarson til stóls í Skálholti.