Skírnir - 01.01.1966, Side 142
140
Magnús Már Lárusson
Skírnir
sem leiðréttir 2. og 3. erfð, Kvennagiftingar 7: Ef optar kunnu
fyrir þeim koma um þá menn, sem af hórdómi eður frænd-
semis spellum eru út komnir, þó að þeirra böm séu skilgetin.
Upp úr 1200 verður það á valdi páfa eins að veita undan-
þágu til hjúskapar skyldra eða tengdra í 3. og 4. lið, og er
þá stundum svo ráð fyrir gert, að börn þau, sem aðilar hafi
þegar alið í meinum, verði með því skilgetin. Hugtakið sanatio
in radice verður þó ekki til fyrr en á dögum Bonifaciusar páfa
VIII (1294—1303), en ekki sem almenn regla. En þegar
fram líða stundir undir lok miðalda, verða þessar undanþágur
svo tíðar, að um almenna hnignun er að ræða, þar til
Tridentar-þingið tekur í taumana um siðskiptin. Sem al-
mennt dæmi úr sögunni mætti nefna, að Nikulás páfi V
veitti hinn 1. júní 1448 Marcellusi Skálholtsbiskupi, legáta
sínum og innheimtumanni á Norðurlöndum, vald að leyfa
tíu körlum og konum af háum stigum leyfi til giftingar, þótt
skyld væru eða tengd í 3. og 4. lið og eins að halda áfram
hjónalagi, hafi þau áður verið gift, séu nægar ástæður til og
hafi konunni ekki verið rænt.
Ur sögu vorri mætti nefna páfaleyfi þeirra Páls Jónssonar
á Skarði og Solveigar Bjömsdóttur til giftingar í fjórmenn-
ingsmeinum, sem Magnús biskup Eyjólfsson neitaði að hlýðn-
ast 1479, og sömuleiðis fjórmenningsleyfi Orms Jónssonar og
Ingibjargar Eiríksdóttur. Fyrir þetta var honum ógnað með-
ur páfans banni af Júlíanusi kardínála af Sabínu.
Allsögulegt varð fjórmenningsleyfi til handa Þorleifi hirð-
stjóra Björnssyni á Reykhólum og Ingveldi Helgadóttur 1478.
Það leyfi var að formi til eftir hugtakinu sanatio in radice,
svo að öll börn þeirra skyldu teljast skilgetin. Leyfi þetta
varð til þess, að ein stórkostlegasta erfðaþræta hófst á landi
hér, enda þótt leyfið hefði verið staðfest af erkibiskupi, biskupi
og konungi. Þræta þessi leiddi af sér víg Páls Jónssonar á
Skarði og önnur misendisverk og hafði áhrif á rás viðburðanna,
þannig, að harðsnúinn leikmannaflokkur myndast, en það
varð tilefni Leiðarhólmsskrár 1513. Málaferlin eru vel og
skilmerkilega rakin af Páli Eggert Ölasyni, en eigi til enda að