Skírnir - 01.01.1966, Blaðsíða 143
Skírnir
Frændsemis- og sifjaspell
141
öllu leyti. Það má enn fremur á það drepa, hvort eigi hafi
undir niðri legið skiptar skoðanir um það, hvort undanþága
frá ákvæðum sifjaréttar landslaga eigi að geta verkað aftur
fyrir sig og þann veg breytt ákvæðum erfðaréttarins. 1 deil-
um Guðbrands biskups við lögréttu um lögmæti hjúskapar í
3. og 4. lið, 1585—6, virðist lögréttan engar breytingar vilja
á ákvæðum sifjaréttarins í kristinrétti nýja, meðal annars
vegna erfðatals Jónsbókar, sem þá hefði þurft að breyta. En
það er önnur saga.
Sé aftur litið til Norðurlanda, þá kemur í ljós, að í Dana-
veldi kemur í lok 15. aldar fram, að m. a. teljist frændsemis-
og sifjaspell villutrú, kætteri, í samræmi við þýzka málvenju.
Hið sama kemur fram í sænskum heimildum frá sama tíma,
en sá munur, að í Danmörku lúta mál þessi dómsögu kirkj-
unnar, en dómurinn, sem þá er til brennu á báli, er fram-
kvæmdur af verzlegu valdi, en í Svíþjóð eru mál þessi rekin
fyrir verzlegum dómstóli. Dauðarefsing vegna grófra frænd-
semisspella kemst ekki inn í verzlegan rétt í Danmörku fyrr
en 1582, en um siðaskipti í Svíþjóð. 1 Noregi verður þess og
vart, að afbrot þessi nefnast villutrú. Á Islandi kemur og þessi
málvenja fram í dómi 12. maí 1517 um ákœrur Gottskálks
biskups á Hólum á hendur Jóni Sigmundssyni, en þar er
raunar átt viS almenn víStœk brot á kirkjuréttinum. Málvenja
þessi skapáðist við nánari skilgreiningu þýzkra kanónista á
því, sem vœri trúvilla, haeresis, éSa ketzerei.
Islendingar urðu fyrri til en Danir að gangast undir líflát
vegna grófra frændsemisspella, — 18 árum fyrr — þótt eigi
væri þeim það ljúft. Þangað til 1564, að Stóri-dómur var
settur, hafði mannúð og mildi einkennt íslenzk lög, eftir
því sem um var að ræða þá í samanburði við aðrar þjóðir.
Það er auðséð mál, að hinar ströngu reglur um það, hversu
náið mætti byggja að frændsemi, hafa valdið nokkrum örðug-
leikum í framkvæmd meðal fámennrar þjóðar í stóru landi.
A miðöldum var fólksfjöldinn þó engan veginn eins óhag-
stæður og nú, borið saman við mannfjölda annarra þjóða.
Samt mun það hafa verið æðimikill léttir, er mörkin voru
færð úr 5. lið í 4. Ef til vill mætti hugsa sér vissar hreyfingar