Skírnir - 01.01.1966, Blaðsíða 147
Skírnir
Ónáttúra og afskræming
145
er bláland Haka ekkert land, heldur sjórinn. Vigra seiSur er
enginn söngur, heldur orrustan. Skáld (Kormákur) biður
konung að halda ýs bifvangi yfir sér. Nú er ýs bif-vangr
auðvitað hönd, en vangur er land, og hvernig á konungur að
halda heilu landi yfir skáldinu? Annað skáld (Einar skála-
glamm í Velleklu) ávarpar jarl á þennan hátt: „Heyr, jarl,
Kvásis dreyra.“ Hér er Kvásis dreyri auðvitað hinn marg-
umtalaði skáldamjöður, en dreyri er blóð, og hvemig á jarl-
inn að hlusta á hlóð, nema það falli í stríðum straumum eða
í dropatali, en sú merking kynni að leynast í orðinu dreyri,
og væri setningin þá náttúrleg, en ekki hljómstrið eða nykruð.
Gagnstætt því að yrkja nykrað taldi Snorri að yrkja ný-
görvingum. 1 þessum stíl vom líkingar látnar halda sér sam-
stæðar (metafores) um vísuhelming eða heila vísu. Egill var
rneistari í nýgörvingum eða líkingastíl; hann segir sömu
hugsun og skáldið nýnefnda í þessum orðum: „svá at Yggs
full / ýranda kom / at hvers manns hlustar munnum.“ Sýni-
lega er það miklu náttúrlegri hlutur eða liking að drekka
ýranda full eða bikar hlustar munnum, heldur en að hlusta
a blóðið eða heyra dreyrann, sem ekki verður gert eðlilega
nema hann falli. Á dögum Snorra var likingastíllinn, ný-
görvingar, tekinn fram yfir hinn nykraða stíl, og það jafnvel
meðal lærðra málskrúðsfræðimanna á latínu, eins og dæmi
Glafs hvitaskálds, bróðursonar hans, sýnir. Líkingastill eða
nýgörvingar var algengur í því afbrigði fornyrSislags, er
kallað var kviSuháítur, og kemur fyrst fyrir í Ynglingatali
eftir Þjóðólf frá Hvini. Ekki er ólíkt, að það geymi anda elztu
œttadýrkunar á Norðurlöndum (Svíþjóð). 1 þessu kvæði er
hvergi getið afreksverka þessara forfeðra, heldur aðeins nafna
þeirra, dauðdaga og hvar heygðir eru. Þetta er næstum eins
°g helgra manna sögur, og má vera, að nöfn þeirra hafi eigi
síður verið góð að nefna en nöfn helgra manna. En mesti
kostur kvæðisins er eflaust sá, að í því eru raktir þrír ættleggir
í níu liðu til Óðins.
Nykraði stíllinn eða blöndungslíkingarnar finnast frá upp-
hafi vega í skjaldarkvæði, Ragnarsdrápu Braga Boddasonar,
sem ort er undir dróttkvæðum hætti, er fyrst og fremst varð
10