Skírnir - 01.01.1966, Blaðsíða 148
146
Stefán Einarsson
Skírnir
háttur hirðskálda. Á því getur enginn vafi leikið, að þessi
ónáttúrlegi, flókni og nykraði dróttkvæðastíll á fyrst og fremst
heima í kvæðum, sem reyna að líkja eftir hinni ónáttúrlegu,
frumstæðu og f jölkynngi-mögnuðu dýraskrautlist Norðurlanda-
búa, ekki ólíkt því sem Picasso líkti eftir skurðlist Negra
á fyrstu árum aldar vorrar. Hvorki Norðurlandabúar né
Negrar fylgdu reglum um fjarvídd í verkum sínum, eins og
ekki var við að búast, þar sem fjarvídd kom ekki til skjala
fyrr en á endurreisnartímabili. Eftir það lifði fjarvídd og var
talin náttúrleg og sjálfsögð, þar til Cézanne og Picasso fóru
að brjóta hana í upphafi nútímalistar um aldamótin síðustu.
En það er ekki þetta brot á fjarvídd, sem fyrst og fremst
skipar stíl Picassos á bekk með ónáttúrlegum kenningum og
nykruðum blöndungsstíl dróttkvæðaskáldanna. Það er miklu
fremur, eins og Penrose ævisöguhöfundur hans segir oss (bls.
235) „hinar takmarkalausu misþyrmingar, er hann leyfði
sér að gera á mannlegum formum . .. Aðferð kúbistanna, að
lýsa hlut frá fleira en einu sjónarmiði, hafði komið Picasso
til þess eigi síðar en 1913 að rita hliðarmynd (prófíl) á höfuð,
sem annars var að framan séð. Árið 1926 var haldið enn
framar á sömu hugmyndabraut í málverkum af svakalega
afskræmdum höfðum, þar sem þekkjanlegum dráttum eins
og eyrum, munni, tönnum, tungu og nösum er stráð yfir
myndina í öllum mögulegum stellingum með höfuðið klofið
í tvennt eftir prófílnum. Stundum eru augun sama megin á
myndinni, stundum er munnur í auga stað — allar mögulegar
breytingar eru reyndar, en hitt er þó merkilegast, að manns-
höfuðið heldur sér sem heild og stafar af sér forkunnar fer-
legri tilfinningu.“ 1 samanburði við þetta má segja, að af-
skræmingar nykranna og homokentauranna séu ekki umtals-
verðar, en aðferðin er þó hin sama, enda hefur Picasso haft
gaman af að teikna homokentaura.
En til þess að bera þetta saman við stíl skáldanna verður
að gæta að því, hvernig þeir fóru að því að afskræma sitt
höfuð í kenningum sínum. Höfuð má kenna eða afskræma
á 75 ólíka vegu og kalla það til dæmis brúna völl, háfjall
skarar og holt heila bœs. Auga má kenna á 65 mismunandi