Skírnir - 01.01.1966, Page 150
148
Stefán Einarsson
Skímir
skildust dróttkvæða. Mér er líka stórum til efs, að nokkur
Nóbelsverðlaunaskáld, eins og T. S. Eliot og William Faulkner,
séu nokkuð auðveldari aflestrar en flest dróttkvæði. Eftir
T. S. Eliot liggur heldur lítið safn af skáldskap, samt geta
jafnvel ekki háskólastúdentar lesið hann sér til gagns nema
með miklum skýringum; þessar skýringar virðast vera eins
nauðsynlegar og Snorra Edda fyrir dróttkvæðin. Hugo
Friedrich (Die Struktur der modernen Lyrik, Hamburg 1965,
bls. 145) segir þetta um Eliot: „Skýringum gagnrýninnar á
ljóðum hans ber hvergi saman. Aðeins um eitt atriði ber
öllum saman; að aðdráttarafl verka hans, forkunnar undar-
legra, stafi af hugblæ þeirra.“
Hver sem lítur á nýtízkubókmenntir eða list, ætti að geta
greint tvær stefnur í formi, aðra óskapnað og formleysu, hina
eftirsókn eftir fastmótuðu formi. Formleysustefnan sækist
eftir fullkomnu gosi hugans, undirvitundar og tilfinninga.
Menn þýzka expressíónismans gusu tilfinningum sínum, en
þau tilfinningagos eiga sér tæplega nokkum líka í drótt-
kvæðum, en aftur á móti má vera, að í þýzku myndlist ex-
pressíónismans séu loðnar og hornóttar línur, ekki ólíkar
nykruðum stíl dróttkvæðanna. Á þriðja tug aldarinnar kröfðust
franskir súrrealistar, einkum André Breton (Manifeste du
Surréalisme, 1924), enn stórkostlegri gosflaums úr undir-
vitundinni, ásamt öllum þeim óhroða, er þeir bjuggust við,
að byggi þar á botni hugans samkvæmt kenningum Freuds.
Þeir voru líka harðánægðir með það, að menn skrifuðu ósjálf-
ráða skrift, eins og miðlar. Eftir þessum forskriftum skrifaði
Laxness Vejarann mikla (1927) í flaumstíl, sem Hallberg
hefur síðast kallað „stilistisk furioso.“
Frönsku súrrealistarnir áttu tvo nítjándu aldar spámenn,
sem þeim þótti eftirbreytnisverðir: Lautréamont (Isidore
Ducasse, 1846—1870) og A. Rimbaud (1854—1891). Af
þessum tveim mönnum dó Lautréamont 24 ára gamall, árið,
sem Frakkar biðu ósigur fyrir Þjóðverjum, en Rimbaud var
þá aðeins 16 ára. Þessi reynsla þeirra skýrir mér, eins og
hún mundi hafa skýrt íyrir Taine og Brandes, kolblakka
svartsýni þeirra og ósvífni uppreistar þeirra í frönskum bók-