Skírnir - 01.01.1966, Síða 151
Ónáttúra og afskræming
149
Skírnir
menntum. Skáldskapur Rimbauds var eins og gjósandi eld-
fjall í eðli sínu, en Lautréamont dreymdi fyrstan manna
öll hin óhugnanlegu og óhuggulegu yrkisefni nútímans og
töfra þess, sem ljótt er. Hetjur nútímans eru því flestir
aumingjar, en illmenni þeir sem meira mega. Slíkt efnisval
skýrir vel vinsældir þessara manna hjá frönsku súrrealist-
unum og bókmenntauppreisnarmönnum, sem á heimsstyrj-
aldarárunum fyrstu urðu að þola líkams- og sálarkvalir til
jafns við þessa fyrri menn, þótt Frakkar ynnu nú sigur á
Þjóðverjum. Kenningum súrrealista fylgdi gosflaumsstíll und-
irvitundarinnar (the stream of consciousness style), og ekk-
ert getur verið ólíkara honum en hinn samanrekni stíll drótt-
kvæðanna. Vefari Laxness var í þessum flaumstíl, en þótt
Ulysses James Joyces virtist á yfirborðinu vera svo ritaður,
þá er samsetning hans undir niðri eins saman rekin og nokkur
dróttkvæði.
Að dæmi Freuds tóku súrrealistar mikið mark á draumum.
Draumar vóru að þeirra dómi ávallt betri en vökuvitundin;
og þeir áttu engin orð yfir andstyggð sína á hversdagslegum
veruleika, almennum sjónarmiðum og heilbrigðri skynsemi.
Menn beri hér við saman það, sem Einar Ól. Sveinsson
segir um eðli norrænna kenninga. Þar, segir hann, „eru allir
hlutir aðrir en þeir sýnast eða segjast vera. Okbjöminn er
alls ekki björn, heldur uxi, og móðakamið er alls ekkert akarn,
alls enginn ávöxtur, heldur hjarta manns. Að ekki sé talað
um svana fold, sem er einmitt andstæða landsins ,sjór. Þessi
skáld vilja ekki tjá veruleikann heldur breyta honum í hugar-
burð, þau gera vökuna að draumi. Draumur er þetta, settur
saman úr slitrum veruleikans, einmitt á þann hátt sem þau
eru sett saman i draumi. Sami hluturinn er og er þó ekki —-
í einu. Og undir niðri er önnur merking á öllu en virtist á
yfirborðinu. Það þarf að ráða þetta eins og draum. En það er
unnt, því að í þessum draumheimi drottnar föst regla og
rökvísi, þegar öllu er á botninn hvolft.“ („Dróttkvæða þáttur“
Skírnir 1947 og ViS uppspretturnar 1956, bls. 49). Samkvæmt
þessu virðist aðalmunurinn á dróttkvæðum og súrrealistiskum
málverkum vera sá, að það er auðveldara að ráða kvæðin en