Skírnir - 01.01.1966, Síða 152
150
Stefán Einarsson
Skírnir
skýra málverkin; þó segja listfræðingar, að lykillinn að hug-
myndum myndanna sé venjulega auðfundinn í kynheimum
Freuds. Og gaman er að athuga það, að í einni mynd Salvador
Dalis á kona með snyrtiborðsskúffur í brjóstunum ekki langt
að sækja hliðstæður í stíl dróttkvæðanna. Snorri kennir, að
konu megi kalla trjáheiti kvenkenndu og kenna hana við alla
eigu sína, hringa, armbönd og höfuðbúnað og þá líka eflaust
allt, sem hún lumar á í snyrtiborðsskúffum sínum. Hún er
kölluð auStrö8a, hringaþöll, ölselja og eikin frœningstúna,
en frœningstún er sama og ormabeSur, gull. Nokkur tízku-
skáld sóttust eftir samanreknara formi en flaumstíl undir-
vitundarmanna eða súrrealista. Svo var um St. Mallarmé
(1842—1898), en ljóð hans voru mjög slétt að formi, þótt
eigi væru þau alltaf auðskilin, stundum vegna persónuvit-
undar hans eins, stundum vegna þess að hann sóttist eins
og Hegel og Einar Benediktsson eftir því eina og algilda
(absolúta). Vera má, að þetta eigi líka við sumt af ljóðum
T. S. Eliots (1888—) og Ezra Pounds (1885—). 1 ABC of
Reading (1960) gefur Pound ungum skáldum regluna Dichten
= Condensare, sem kemur af því, að hann misskilur þýzku.
En öll dróttkvæðaskáld hafa fylgt þessari reglu, þar sem
þeim var völlur haslaður innan svo þröngra takmarka, sama
er að segja um rímnaskáld innan hvers erindis. En yfirleitt
er mér ekki kunnugt um það, að neitt af nútímaskáldskap,
þrátt fyrir samþjöppun Pounds, sé eins saman rekið í formi
og dróttkvæða- og rímnaskáldskapurinn.
En hér verður allt annað uppi á teningnum, ef svipazt
er um á sviði myndlistarinnar. Mun flestum koma saman
um það, að kúbistarnir hafi allra manna mest sótzt eftir
samanreknu formi, en þó telur Dr. Christopher Gray (sér-
fræðingur í Cubist Aesthetic Theories, The Johns Hopkins
Press 1953), að nokkrar myndir eftir Matisse úr lituðum
pappírsmiðum kunni að slá met í þeim efnum. En málaralist
kúbistanna líkist list dróttkvæðanna í tveim atriðum, fyrst
í samanrekinni samsetningu, i öðru lagi í afskræmingu nátt-
úrunnar.
Þar sem þessi afskræming náttúrunnar liggur leikmönnum